Heilsustyrkir eru launauppbót

Verkalýðsfélög reyna að ganga í augun félagsmanna sinna með úthlutun heilsustyrkja. Þetta var gert með því að safna í sjóði verkalýðsfélaga framlögum frá launþegum til endurúthlutunar.

Tilgangurinn var upphaflega göfugur, að bæta launþegum tekjumissi og kostnað vegna veikinda. En eins og vill verða þegar auðveldir peningar eru innan seilingar fór fólk að líta á heilsustyrki og sjúkradagpeninga sem launauppbót.

Núna tæmast sjóðirnir og verkalýðsfélög, sem upphaflega ætluðu að kaupa sér velvild félagsmanna, fá skömm í hattinn.

Tal um að heilsufar launþega sé lélegra en áður á ekki við nein rök að styðjast. Huglægt ástand launþega er ef til vill í lakara lagi. En þar getur verkalýðshreyfingin sjálfri sér um kennt. Hún keppist við að útmála hve ömurleg tilvera það er að vera launþegi.


mbl.is Furða sig á að heilsustyrkur sé skorinn niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband