Laugardagur, 12. janúar 2019
ESB klofnar í tvær fylkingar - Ísland slapp
Macron og Merkel tilkynna samrunaáætlun landamærahéraða Frakklands og Þýskalands með sameiginlegum innviðum s.s. sjúkrahús, vegi og orku. Á sama tíma boða pólsk og ítölsk stjórnvöld samvinnu um öflugri landamæravörslu og eflingu þjóðríkja.
Öll þjóðríkin fjögur eru í Evrópusambandinu. Gagnólík sjónarmið ráða ferðinni í Þýskalandi og Frakklandi annars vegar og hins vegar í Póllandi og Ítalíu.
Macron berst fyrir pólitísku lífi sínu andspænis gulvestungum sem krefjast afsagnar hans og Merkel hættir í stjórnmálum eftir næstu þingkosningar. Samrunaþróunin stendur veikum fótum.
Aftur njóta hægrimenn í Póllandi og Ítalíu sterkrar stöðu um þessar mundir og eiga sér bandamenn í stjórnarmeirihluta í Austurríki og Ungverjalandi og hauk í horni þar sem eru Marine Le Pen og Þjóðfylkingin í Frakklandi.
Evrópusambandið er búið að vera í núverandi mynd. Engar líkur eru á að þýsk-franska samrunaáætlunin verði sniðmát fyrir önnur ESB-ríki. Meiri líkur eru á því að ESB í heild sinni veikist og verði ekki sá gerandi í pólitík álfunnar sem sambandið hefur verið á þessari öld.
ESB stendur fyrir alþjóðavæðingu sem mistókst. Stórfelldur innflutningur fólks frá framandi menningarheimum, einkum þeim múslímska, reif í sundur samfélagsfriðinn sem þjóðríki Evrópu nutu áratugina eftir seinna stríð.
Brexit-atkvæðagreiðslan og framkoma Brussel-valdsins gagnvart Bretum í kjölfarið afhjúpaði blekkinguna að ESB væri samband frjálsra ríkja er virti meginreglur lýðræðisins.
Skásta niðurstaðan, úr því sem komið er, yrði að ESB afbyggðist. Umsvif sambandsins drægjust saman, yfirþjóðlegt vald yfir aðildarríkjum minnkaði og metnaðinum fyrir Stór-Evrópu yrði stungið ofan í skúffu.
Hængurinn er sá að valdakerfi eins og ESB lifa sjálfstæðu lífi þótt kringumstæður kippa fótunum undan tilveru þess. Valdakerfin eru ekki afbyggð heldur falla þau með brauki og bramli.
Séð frá Íslandi er heldur leitt hvernig komið er fyrir Evrópusambandinu. Íslendingar geta þó prísað sig sæla að hafa ekki fylgt mýrarljósi Samfylkingar út í kviksyndið í Brussel - ekki frekar en við fylgdum öðrum sögulegum misskilningi vinstrimanna á síðustu öld, kenndum við Sovét-Ísland.
Óttast ofbeldi í mótmælum helgarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er margt til í þessu, en þú þarft að hafa á bak við eyrað í málinu að það eru menn eins og Soros sem standa að baki olátanna í Evrópu. Bæði beint, og óbeint ... hugsanlega fleiri, en Soros er undir verndarvæng Bandaräikjanna og því ekkert við honum, né öðrum að gera.
Þess vegna er ekki hægt að dæma "Evräopu Bandalagið" sem slíkt.
Það má hins vegar, dæma leiðtoga þjódanna ... eins og Frönsku Makkarónuna, og Þýsku merkikelluna. Báðir þessir aðilar, eru við völd vegna "lobby'isma" utanaðkomandi afla.
Fyrsta skrefið, er að losna við "spyllinguna" í Evrópu, í þjóðríkjunum sjálfum. Merkikerlingin er við völd, vegna spyllingar afla ... sama á við Makkarónuna.
Hvernig stendur á því, að þessir aðilar komast til valda? Það getur hvaða kjáni sem er, sagt sér sjálfur að Makkarónan hefur engann meirihluta, og getur því ekki hafa fengið slíkan við kosningarnar. Sama á við Merkikerlinguna ...
Það þarf að gera eitthvað við þessum spillingaröflum ... en þau koma ekki frá EU, heldur erlendis frá ... Rússum, Bandaríkjunum, Kína, Saudi Arabíu ... eiga þessi lönd að ráða afdrifum íbúa annarra landa?
Örn Einar Hansen, 12.1.2019 kl. 17:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.