Miðvikudagur, 9. janúar 2019
Þrælar ASÍ og fyrsta mannránið
Kjaradeilurnar taka á sig furðulegri blæ eftir því sem á líður. ASÍ auglýsir á samfélagsmiðlum myndband undir yfirskriftinni ,,Ísland var ekki stéttlaust samfélag á 9. öld frekar en í dag."
Myndbandið, sem er þriggja ára gamalt, spyr í fyrirsögn: ,,Erum við bara þrælar?".
Fyrir utan sögulega ónákvæmi - þrælarnir segjast hafa róið hvíldarlaust til Íslands - má spyrja hvað vakir fyrir ASÍ með áróðrinum.
Þekktasti þrælahaldari Íslandssögunnar, Hjörleifur Hróðmarsson, beitti þrælum fyrir plóginn en sparaði uxann. Þrælarnir guldu rauðan belg fyrir gráan, drápu Hjörleif og félaga hans.
Til að bæta gráu ofan á svart frömdu þrælarnir fyrsta mannrán Íslandssögunnar er þeir tóku Helgu, eiginkonu þrælahaldarans, og þvinguðu með sér til Vestmannaeyja. Þangað þurfti Ingólfur, bróðir Helgu, að sækja systur sína og drepa þrælana tíu til hefnda fyrir fóstbróður sinn.
Ef launþegar nútímans eru þrælar hljóta atvinnurekendur að vera þrælahaldarar. Myndin sem ASÍ heldur að fólki er þessi: launþegar eru siðlausir aumingjar hnepptir í þrældóm og ættu að sæta lagi að klekkja á atvinnurekendum og þeirra fólki.
Í stéttlausa samfélagið okkar boðar ASÍ siðleysi ármiðalda.
Trúlega svarar ASÍ á þessa leið; auglýsingin er bara djók. En öllu gamni fylgir alvara.
Línur skýrast í næstu viku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Æ, æ ...
Þorsteinn Siglaugsson, 9.1.2019 kl. 23:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.