Verkó óttast samninga, þarf verkfall

Róttæki hluti verkalýðshreyfingarinnar, verkó, óttast að samningar náist án verkfalla. VR, Efling, Framsýn og VA hafa talað í hálft annað ár um nauðsyn verkfalla. Formenn þessara félaga mega ekki til þess hugsa að glæpnum verði stolið af þeim, að samið verði án verkfalla.

Verkó er fangi eigin orðræðu. Þeir heimta að allir fái ráðherralaun því án þeirra launa sé ólíft í landinu. Þeir sem standa fyrir utan bergmálshellinn, þar sem formenn verkó hafa dvalið í 500 daga, vita að ráðherralaun eru ekki í boði.

Verkó veit að engin stemning er í samfélaginu fyrir verkföllum. Ísland er jafnlaunaland þar sem hvergi á byggðu bóli er minni munur milli tekjuhópa. Meðallaun hér á landi eru um 700 þúsund á mánuði. Margir ASÍ-félagar eru með meira en milljón á mánuði.

Í yfirstandandi kjaraviðræðum er bergmálsorðræða verkó um að allir fái ráðherralaun helsta vandamálið. Líklega þarf verkföll til að leysa þann vanda.


mbl.is Segir allt loga í febrúar semjist ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hér birtast þær stórmerkilegu upplýsingar að 430 þúsund krónur á mánuði séu ráðherralaun.

Ómar Ragnarsson, 8.1.2019 kl. 09:23

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ég bjarga mér!  Skítt með alla hina!

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.1.2019 kl. 13:09

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

.......þangað til ég bjarga mér ekki!  Þá væri nú gott að hafa skjól hja verkalýðsfélagi sem raunverulega léti sig málin varða.  Jafnt bílstjórans hjá Samskipum og uppgjafa blaðamanns og frístundakennara.   Hvað gerir hann þegar hagsmunaklíkan þarf ekki lengur á honum að halda?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.1.2019 kl. 13:13

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

"Margir" þýðir bara fleiri en þrír, og 700K er bara meðallaun.

Fólk er að díla við að meira en 80% af útborgðum launum fer í ríkið, og fer hækkandi.  Það er lág verðbólga eins og er, 2-3%, lág miðað við íslenska mælikvarða, en hún mun aukast.

Það er ekkert að furða að verkó sé að þenja sig aðeins.

Ásgrímur Hartmannsson, 8.1.2019 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband