Sunnudagur, 6. janúar 2019
Drífa um hommablóð og stéttir
Forseti ASÍ tekur ekki upp hanskann fyrir konur þegar hún hyllir atriðið um hommablóð í áramótaskaupinu. Margar konur fá ekki að gefa blóð, þær eru of blóðlitlar, rétt eins og hommar eru ekki blóðgjafar af heilbrigðisástæðum.
Drífa Snædal er þeirrar skoðunar að það séu mannréttindi að gefa blóð. Næst segir hún líklega að mannréttindi séu að vera hár og grannur.
Ekki tekst forseta ASÍ betur upp þegar hún segir Ísland stéttskipt samfélag. Hér fæðist fólk með jafna möguleika. Það nýtur sömu menntakosta og heilbrigðisþjónustu og er með jafnan aðgang að vinnumarkaðnum. Stéttskipt þjóðfélög bjóða ekki upp á slíkt jafnræði.
Drífa talar eins og formaður saumaklúbbs kverúlanta og vanvirðir ASÍ.
Athugasemdir
Forseti ASÍ á eingöngu að hugsa um HAG FÁTÆKA FÓLKSINS í landinu
en ekki að blása til sóknar með gaypride-góngufólki
sem að gætu aukið líkur á alnæmistilfellum sem að eykur síðan kostnaðinn
hjá Landlæknisembættinu sem að endar síðan sem aukin skattbyrði
á FÁTÆKA FÓLKINU.
-------------------------------------------------------------------------
Ef að drífa ætlar að halda áfram að blása til sóknar með gaypride-fólki
að þá mun ég ekki mæta í neina kröfugöngu á 1.Maí í framtíðinni.
Sé þeim meiri þörf fyrir flokk sem að vil standa vörð
um KRISTIN GILDI OG VELFERÐ FÁTÆKS FÓLK Á SAMA TÍMA.
Jón Þórhallsson, 6.1.2019 kl. 13:29
Drífa segir það ekki mannréttindi að gefa blóð. Ekki í þeim texta sem þú vísar í að minnsta kosti. Það er betra að segja satt þegar maður er að herma einhver orð upp á fólk. Er það ekki annars?
Og það er alveg rétt hjá henni að goðsögnin um að hérlendis sé engin stéttaskipting er ekkert annað en það, goðsögn. Þótt fólk njóti aðgangs að grunnþjónustu á borð við menntakerfi og heilbrigðistkerfi breytir það eitt og sér engu um að sá sem fæðist efnaður á að öðru jöfnu betri möguleika í lífinu en sá sem fæðist fátækur. Engum manni með viti dettur í hug að andmæla því.
Þorsteinn Siglaugsson, 6.1.2019 kl. 16:01
Hvað á ríkið að gera í því? Skaffa fólki ríka foreldra ?
Emil Þór Emilsson, 6.1.2019 kl. 17:46
"Stétt" er svo óskilgreint hugtak að um það má deila endalaust.
Hörður Þormar, 6.1.2019 kl. 20:52
Er fólk virkilega enn að horfa á Áramótaskaup RUV???? Ég hélt það væri löngu búið að sanna sig að það gerir engum gott að horfa á þann hrylling. Ég fyrir mitt leiti hef ekki horft á þann ófögnuð, né RUV yfir höfuð í mörg ár, það gaf mér ekki neitt að fylgjast með þeim miðli hvað þá Áramótaskaupi sem stór hluti landsmanna óskapast yfir ár eftir ár, en halda sífellt áfram að glápa á ósköpin sem skilur ekkert gott eftir sig.
Tómas Ibsen Halldórsson, 6.1.2019 kl. 22:50
Það er ekkert til sem heitir stéttaskipting á Íslandi, aðeins peningar og menntun skipta fólki í hópa. Hver sem er getur flust milli hópa, ýmist á sársaukafullan eða ánægjulegann hátt. Sé enginn metnaður til að flytjast milli hópa getur viðkomandi bara haldið sig á byrjunarreit. Það fæðist hins vegar enginn inn í yfirstétt eða undirstétt á Íslandi. Við þurfum ekki annað en horfa á menningarélítuna okkar... ein- tvær- þrjár kynslóðir til baka og við erum komin í moldarkofann.
Ragnhildur Kolka, 7.1.2019 kl. 02:40
Ég segi það sama og Tómas, hef ekki horft á skaupið mér til leiðinda í nokkur ár.
Benedikt Halldórsson, 7.1.2019 kl. 08:47
Stéttaskipting í nútímasamfélögum grundvallast á menntun og efnahag. Það að ekki séu lengur til lögbundnar erfðastéttir þýðir ekki að stéttaskipting sé ekki til staðar.
Þorsteinn Siglaugsson, 7.1.2019 kl. 11:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.