Fullveldið, fegurðin og Katrín

Sígild fegurð er mæld í hlutföllum. Gullinsnið er stærðfræði fegurðar sem Forn-Grikkir færðu yfir á byggingar og myndlist. Frá sömu uppsprettu fáum við hugmyndina um heilbrigða sál í hraustum líkama.

Í fegurð er samræmi, hvorki of né van.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fangaði í orðum helstu hlutföllin í farsæld þjóðarinnar frá miðri 19. öld. Fullveldið og hófstilling þurfa sitt samræmi, sjálfsgagnrýni má hvorki vera of né van.

Til að búa í haginn fyrir fagurt mannlíf þarf eitt enn í gullinsnið stjórnmálanna, og þar er Katrín blessunarlega vel nestuð: raunsæi.


mbl.is „Getum öll lagt okkar af mörkum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Gullinsnið stjórnmálanna er bara eitt.  Því meiri fagurgali sem er notaður því meiri óhæfuverk og lygar er verið að fela!

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 2.1.2019 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband