VR í herferð gegn andlegri heilsu launþega

Sjúkrasjóður VR tæmist, ekki síst vegna andlegrar líðan launþega s.s. streitu og kulnunar. Á sama tíma stendur VR fyrir herferð sem dregur upp þá mynd af atvinnurekendum að þeir beinlínis stuðli að vanlíðan starfsfólks með ómanneskjulegri framkomu.

Herferðin með Georg Bjarn­freðar­son­ í aðalhlutverki beinlínis hvetur launþega til að líta á sig sem leiksoppa ofurselda duttlungum atvinnurekenda er koma illa fram við starfsfólk sitt. Þótt reynt sé að klæða skilaboðin með aulafyndni eru þau ótvíræð: vanlíðan er eðlilegt ástand við ömurleg starfsskilyrði.

Ef fólki er sagt að því eigi að líða illa og ástæður gefnar, t.d. ömurleg kjör og hörmulegar starfsaðstæður, eru meiri líkur en minni að fólk taki ábendingunni og fari að líða illa. Í framhaldi fær það vottorð og sækir launin sín í sjúkrasjóð.

 


mbl.is „Ódýrasta herferð“ VR frá upphafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband