Miðvikudagur, 19. desember 2018
Trump friðarforseti; afturkallar Sýrlandshernað
Obama fráfarandi forseti Bandaríkjanna ásamt Clinton utanríkisráðherra stóð fyrir illa ígrunduðum afskiptum af málefnum Líbíu og Sýrlands.
Trump afturkallar bandarískan her í Sýrlandi en upphaflegur tilgangur að að bola Assad forseta þar frá völdum.
Trump gaf loforð í kosningabaráttunni 2016 að binda endi á hernaðarævintýri sem bandalag frjálslyndra og kaldastríðshauka í Washington stóð fyrir.
Bandaríkjaher yfirgefur Sýrland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta mun varla renna vel niður hjá vinstra-góða-fólkinu, því það er enn sárasúrt yfir því að Donald J. Trump sé ekki nú þegar búinn að sprengja risa-komma-plöntuna þeirra í Norður-Kóreu sundur og saman. Þannig að það stóra sönnunargagn fyrir því hvernig vinstrimennskan endar, lifir enn. Öllum til sýnis. Þetta ergir vinstrið.
Anker Jörgensen formaður danskra Sósíaldemókrata og sem forsætisráðherra Danmerkur, fór einmitt til Norður-Kóreu á hvíldarheimili, sér til hressingar, um þær mundir sem hann var að koma Danmörku á hausinn, og 10 árum eftir að hann bannaði Dönum að aka í bílum. Hér er mynd af danska jafnaðarmanninum í heimsókn hjá einræðisherranum sem jafnaði þjóð sína við jörðu, ásamt íslenksum texta.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 19.12.2018 kl. 19:16
Furðuleg rök hjá Trump að hann sé að fara frá Sýrlandi þar sem hann hafi sigrað ISIS. Hélt að þeir hefðu þarna verið að styðja uppreisnarmenn á meðan að Kúrdar og fleiri börðust við Sýrland. Held að staðan þar væri betri ef USA hefði aldrei skipt sér að málum þarna
Og vegna ræðu um Norðu Kóreu hér að ofan er rétt að minna á að Trump er jú besti vinur núverandi leiðtoga Norðu Kóreu.
Magnús Helgi Björgvinsson, 19.12.2018 kl. 19:32
Magnús, það var Obama sem vildi hjálpa uppreisnarmönnum. Trump vildi einmitt ekki berjast gegn Assad, sjá gagngrýni/umfjöllun á stefnu hanns hér:
https://foreignpolicy.com/2016/11/17/trumps-syria-strategy-would-be-a-disaster/
https://www.nytimes.com/2016/11/17/world/middleeast/assad-donald-trump-syria-natural-ally.html
Ég er ósammála FP.
Hins vegar er ég sammála þér í því að þeir hefðu aldrei átt að fara þarna inn á annað borð, og gott að þeir eru á förum.
Egill Vondi, 19.12.2018 kl. 20:22
Trump er ekki friðarforseti.
Bandaríkjamenn töpuðu einfaldlega Sýrlanndsstríðinu og eru nú að spekúlera í að drattast heim.
Það er búið að útrýma mest öllu fótgönguliði Bandaríkjamanna í Sýrlanndi (Nusra Front ,ISIS og aðrir "moderate dráparar) og restin er í aðlögun í Idlib.
Það er eins og stundum er sagt. "Trump must go"
Borgþór Jónsson, 20.12.2018 kl. 12:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.