Ragnar Þór: verkó má hóta, aðrir ekki

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son formaður VR hótar fyrir fimm dögum að efna til mótmæla gegn stjórnvöldum og pantar gul vesti. Sami Ragnar Þór stundar sjónvarpsáróður gegn atvinnurekendum með Georg Bjarnferðarsonar.

Þetta er samkvæmt róttæku verkalýðshreyfingunni allt saman gott mál.

En þegar fjármálaráðherra segir að varkárni skuli viðhöfð í skattalækkunum segir formaður VR það ,,stríðsyfirlýsingu".

Nokkuð brattur í ósvífninni, hann Ragnar Þór. 


mbl.is „Stríðsyfirlýsing“ hjá Bjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Báðir gleyma því á hverjum þessi frestun skattalækkunar bitnar helst - sem eru ekki einu sinni aðilar að þessum vinnudeilum.  Þ.e. öryrkjum og öldruðum.

Kolbrún Hilmars, 19.12.2018 kl. 12:53

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ragnar Þór er hættulegur.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 19.12.2018 kl. 14:35

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ragnar Þór er að berjast fyrir sitt fólk - en af hverju ætti það að bitna á óviðkomandi?  Því þarf fjármálaráðherrann að svara.

Kolbrún Hilmars, 19.12.2018 kl. 14:56

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ragnar ór er þó ekki einhver sérlegur ópvionur launþega, eins og BB er allt í einu orðinn.

Smitaðist hann af kommúnisma af Kötu Jak eða hvað?

Ásgrímur Hartmannsson, 19.12.2018 kl. 15:26

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Að segjast vera tilbúinn til að verjast og beita til þess löglegum úrræðum er ekki stríðsyfirlýsing. Að segjast ætla að ráðast á þann sem hefur sagst tilbúinn til að verjast: það er stríðsyfirlýsing.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.12.2018 kl. 21:08

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ragnar Þór er annað hvort kjáni eða gamaldags lýðskrumari. Eða bæði. Það er líklegast.

Þorsteinn Siglaugsson, 20.12.2018 kl. 00:28

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvað er lýð"skrum"?

Það er nefninlega ekki skrum að standa við orð sín.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.12.2018 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband