Miðvikudagur, 19. desember 2018
BBC klæðir Pútín í gult vesti
BBC er virt fréttaveita. Frásagnir um að blaðamenn BBC séu sannfærðir um að rússnesk yfirvöld standi að baki mótmælum gulsvestunga í Frakklandi gefa til kynna að ekki þurfi samfélagsmiðla til að magna upp gróusögur.
Guardian, sem einnig er talin virðuleg stofnun á sviði frétta, spyr í fyrirsögn hvort Kreml standi að baki óöldinni í Frakklandi.
Blaðamenn geta ekki kennt ,,samviskulausum stjórnmálamönnum" um að magna upp hatur þegar þeir sjálfir eru ekki vandari að virðingu sinni en svo að þeir framleiða samsæriskenningar.
Hatur magnað upp af samviskulausum stjórnmálamönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.