Sunnudagur, 16. desember 2018
Siðanefnd Samfylkingar er ósiðleg
Fáheyrt þætti að siðanefnd Blaðamannafélags Íslands tæki mál fyrir, afgreiddi fyrir luktum dyrum og birti ekki niðurstöðuna. En þetta gerir Samfylkingin.
Ef Samfylkingin væri spilaklúbbur væri hægt að réttlæta að brot á siðareglum sé innanfélagsmál. En Samfylkingin er stjórnmálaflokkur og sem slíkur á opinberu framfæri. Þeir sem starfa í flokknum freista þess að fá opinber völd til að móta samfélagið. Þess vegna getur það ekki verið innanflokksmál þegar flokksmenn brjóta af sér.
Trúnaðarnefnd Samfylkingar hlýtur að leggja spilin á borðið og upplýsa um þau fjögur mál sem nefndin hefur fjallað um og hvaða úrskurðir féllu.
Samfylkingin hefur tekið fyrir fimm mál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Siðanefnd þjöðkirkjunnar er opnari og ærlegri en þessi ónefna samfylkingarinnar.
Jón Steinar Ragnarsson, 16.12.2018 kl. 15:13
Stjórnmálaflokkar eru stofnanir sem reist hafa girðingar milli sín og kjósenda. Þeir eru eins og trúarstofnanir. Treystu mér og þér mun farnast vel eru boðorð stjórnmálaflokkanna eins og kirkjunnar. Hlutverk siðanefnda er ekki að siðvæða heldur milda áhrif ósiðseminnar með því að þagga umræðuna niður eftir að upp um ósiðsemina kemst.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 16.12.2018 kl. 16:46
Hjá Samfylkingunni virðast menn ganga lengra. Fyrst játa þeir brot sín fyrir siðanefnd og síðan refsa menn sér sjálfir! Þetta er náttúrulega miklu betri lausn fyrir brotamanninn heldur en þurfa að undirgangast refsingu sem félagar hans ákveða. Því aðeins sá syndlausi má kasta steini. Það vita jú allir. En ef þú húðstrýkir sjálfan þig þá ertu dýrlingur. Sumir samfylkingarmenn hafa nú þegar tekið Ágúst Ólaf í dýrlingatölu svo hann mun sennilega ekki eiga afturkvæmt á Alþingi
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 16.12.2018 kl. 17:00
Jóhannes Laxdal, píslarvætti er jú hluti af fjölmenningunni, ekki satt? Helsti talsmaður hennar hér á landi er jú samfó, svo þessi taktík ætti ekki að koma á óvart. Hverjir hinir píslarvottarnir eru, eða hvað þeir unnu sér til nafnbótarinnar, verður trauðla upplýst um, enda ekki sama hver píslarvotturinn er.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 16.12.2018 kl. 21:16
Björn Leví gæti lagt fram enn eina fyrirspurnina, enda skiptir þögn Samfylkingarinnar máli.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.12.2018 kl. 05:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.