Sunnudagur, 16. desember 2018
Samúð og skammir á samfélagsmiðlum
Maðurinn sýnir sínum nánustu skilning og væntumþykju. Það er eðli mannsins að um leið og þeim nánustu sleppir er styttra í andúðina. Samfélagsmiðlar breyta ekki eðli mannsins.
Þegar einhver opnar sig, eins og það er kallað, um veikleika sína í fjölmiðlum eða á samfélagsmiðlum, er viðkomandi kominn á annan vettvang en sinna nánustu. Ef um er að ræða samkeppni, t.d. í íþróttum eða stjórnmálum, verður veikleikinn notaður gegn þeim sem játar sig standa höllum fæti.
Þetta er einfaldlega hluti af mannlífinu. Hæfileiki mannsins til að setja sig í spor annarra og finna til með ókunnugum er takmarkaður. Gagnvart utanaðkomandi er maðurinn oft í samkeppni um félagslega stöðu, völd og auð. Þar er spurt um styrk og veikleika.
Sú hugsun, sem örlar á í viðtengdri frétt, að ný boðskiptatækni, t.d. samfélagsmiðlar, breyti eðli mannsins er ávísun á vonbrigði. Maðurinn, með kostum sínum og göllum, tekur ekki eðlisbreytingu með nýrri tækni.
Á hinn bóginn geta tækniframfarir magnað upp sum einkenni mannlegrar náttúru. Til dæmis þau að baktala náungann, leyfa ókunnugum ekki að njóta sannmælis.
Hengdu þig almennilega næst! | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.