Varnarsigur Miðflokksins

Í byrjun mánaðar sameinuðust fjölmiðlar, samfélagsmiðlar og stjórnmálakerfið að úthúða Miðflokknum. Borgarleikhúsið setti á svið sýningu og Háskóli Íslands efndi til málþings til að stafa ofan í alþjóð að Miðflokkurinn væri óalandi og óferjandi.

Undir þessari ágjöf er eðlilegt að fylgið gefi eftir, fellur á milli mánaða úr 13 prósentum í 6.

Í samhengi hlutanna er harla gott hjá Miðflokknum að halda í nægt fylgi fyrir þingsætum. Ístöðulitlir flokkar hafa þurrkast út af minna tilefni, Björt framtíð nú síðast.


mbl.is Miðflokkurinn tapar mestu fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég ræði fleiri hliðar á þessum málum hér:

https://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/entry/2227403/

M.a. er ljóst, að áhrifanna af svívirðilega miklum hækkunum ríkisstyrkja til flokksskrifstofa stjórnmálaflokkanna var EKKI farið að gæta þegar þessi MMR-könnun var gerð 5.-11. des., ekki frekar en áhrifanna af hinum óvinsæla SÞ-fólksflutningapakka sem ríkisstjórnin vogaði sér að samþykkja 10. des. án þess að hafa kynnt það mál á nokkurn hátt fyrir þjóðinni -- hefur jafnvel ekki ennþá látið þýða það hrikalega 34 bls. plagg!!

Jón Valur Jensson, 14.12.2018 kl. 13:43

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ekki er mikið af því fylgi sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur misst yfir til Miðflokksins að skila sér til baka. Framsóknarmenn sem löngum hafa verið opnir í báða enda hafa helst horfið til baka á gamlar slóðir, óöryggi er eitthvað sem þeir eiga erfitt með að höndla.

Tómas Ibsen Halldórsson, 14.12.2018 kl. 14:42

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það hefur komið í ljós að margir flokkar eru ekki til farsældar frekar en of margir í sandkassanum.  Sigmundi Davíð var gert ósæmilegt fyrirsát fyrir allnokkru og svo aftur á klausturbar en þar kom annar fiskur á krókinn  og auðvita var hann slægður og flakaður til að kanna hvort ekki mætti finna þar skít á Sigmund Davíð. En ekkert fannst þar annað en öl svo sem vænta mátti á vinsælum bar.

Drullusokkarnir sem sátu fyrir Sigmundi Davíð  í hið fyrrasinnið höfðu greinilega ekki gefist upp við að rýja Sigmund Davíð ærunni svo sem kostur væri, en loppnir letingjar sem nenna ekki að starfa annað en að en að troða skóinn af öðrum ná aldrei árangri nema rétt um stundarsakir. 

Eins og nú horfir í Íslenskri pólitík þá er þar Sigurður Ingi sem ætlar að setja met í stórstökkum á milli byggðarlaga og passið ykkur bara að verða ekki fyrir þegar hann lendir.  Bjarni Ben sem hefur nú alltof lengi verið að gaufast krókloppin með frosin haus í stjórn kerfi okkar, þá er um það að segja að  Bjarni er gott herðatré og ber fötin vel og þar nær hann árangri sem sjónminjasafns dama, en lengra nær gagnið ekki.     

 

Hrólfur Þ Hraundal, 14.12.2018 kl. 15:54

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það fækkar líklega um tvo stjórnmálaflokka í næstu kosningum. Miðflokkurinn, með sína þjóðrembu og poppulisma og Flokkur fólksins sem er hjóm og Inga Sæland með sínar ræður. Leitt fyrir Jón Val að enginn er þá eftir til að taka á útlendingahatrinu sem skín þar í gegn.

Jón Ingi Cæsarsson, 14.12.2018 kl. 18:23

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það væri auðvitað hægt að stofna þjóðernissinnaflokk. Svo væri líka hægt að stofna apakattaflokk embarassed

Þorsteinn Siglaugsson, 14.12.2018 kl. 19:20

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Æ, vesalings Jón Ingi Cæsarsson, Samfó-trúi Icesavesamninga-verjandinn gamli, sem gat ekki staðið með Íslandi og rétti þess þá fremur en nú.

Jón Valur Jensson, 14.12.2018 kl. 19:49

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

PS. Svo leyfist kristnum manni ekki að hata neinn, og engan hata ég heldur vegna þjóðernis hans/hennar. Og minn flokkur, ÍÞ, fordæmir bæði útlendingahatur og rasisma. En hatursorðræðu gætir oft í málflutningi vinstri manna, bara svo að það gleymist ekki! 

Jón Valur Jensson, 14.12.2018 kl. 19:53

8 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Þorsteinn- Það þarf ekki að stofna apakattaflokk. 

Það eru allt of margir apakettir á þingi nú þegar.

Eggert Guðmundsson, 14.12.2018 kl. 21:20

9 Smámynd: Tryggvi Helgason

Það virðist nú, smátt og smátt, vera að skýrast betur, að þessi þaul skipulagða fyrirsát á "Klaustrinu", var gerð í því augnamiði að koma höggi á Miðflokkinn og Flokk Fólksins, og reyna að óvirða þingmenn þessara flokka.

En hverjir voru þar að baki á enn eftir að upplýsa, en þeir sem hugsanlega gætu grætt eitthvað á þessu, eru Framsóknarflokkurinn og Píratar, - sem og einhver dulin öfl þarna að baki.

Þessi skoðanakönnun um stórfellt tap Miðflokksins, bendir til að "árásin" hafi tekist að einhverju leiti.

En þó getur svo farið að lokum, að eftir allt þá bæti þeir við sig fylgi, bæði Miðflokkurinn og Flokkur Fólksins.

En seinna meir, þá mun það koma betur í ljós.

Tryggvi Helgason, 14.12.2018 kl. 22:21

10 Smámynd: Egill Vondi

Það var alltaf augljóst að þetta var til þess að gera árás á Miðflokkinn. Jafnframt var það augljóst að það var talað bara um þetta til þess að þagga niður í öðrum mikilvægari málefnum.

PS: Smá athugasemd varðandi "rembing".

Það er aumingjaskapur að hald því fram að þjóðhollusta er sjálfkrafa "rembingur". Auminginn er sá sem hræðist skuggann af sjálfum sér og fyrirlítur sig fyrir það, en er of þrjóskur og siðlaus til að horfast í augu við það.

Í stað þess grefur hann undan egin samfélagi til þess að þurfa ekki að horfast í augu við ábyrgð sína og smámennsku, og til þess að friðþægja egin sjálfshatur. Þá getur hann yfirfært heiftina yfir á land sitt og þjóð, og sérstaklega gegn þeim sem standa í lappirnar, því í undirmeðvitund sinni veit hann að þannig ætti hann sjálfur að vera, en getur það ekki, og vex heift hans við það.

Slík heift nær hann fram með undirferli, enda er hann heigull. Sérstaklega finnst honum gott að hygla andstæðingum egin samfélags, þeim sem hafa hagsmuni sem stríða gegn því, og auglýsa það sem dyggð og gjafmildi.

Best af öllu er að tengja sig öflugum andstæðingum samfélagsins, sem hafa vald sem hann þráir sjálfur að hafa. Dæmi um slíkt er að gerast Kvislingur heimsvelda sem vilja hneppa samfélagið í ánauð. Því þó að hann verði þræll á þennan hátt, þá veit hann að betri menn en hann sjálfur verða það líka, og þá þarf hann ekki lengur að horfast í augu við aumingjaskap sinn.

Þetta vindur upp á sig þar til að hann verður uppfullur að rembing - sem er kaldhæðið - enda sakar hann andstæðinga sína um nákvæmnlega þetta.

Egill Vondi, 15.12.2018 kl. 03:49

11 Smámynd: Aztec

Egill Vondi: Mikið ofsalega ertu vondur við góða fólkið (aumingjana). laughing

Annars er þetta rétt lýsing hjá þér á landráðahyskinu. Það hjálpar líka þessum lýð, að við höfum ónýta ríkisstjórn undir leiðsögn kommúnistanna og femínistanna í VG, sem hata sjálfstæði og lýðræði og víla þannig ekki fyrir sér að setja landið á uppboð.

Aztec, 15.12.2018 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband