Fimmtudagur, 13. desember 2018
Segðu það með skrauti
Fólk tjáir sig með ólíkum hætti. Í blómaauglýsingum á síðustu öld kom fyrir setningin ,,segðu það með blómi." Hógvær tjáning með afskornum liljum vallarins er aftur ekki allra.
Ljósasýningar á aðventunni eru hvorki hófstilltar né vitnisburður um náungakærleik. Sá sem ofhleður hús sín og híbýli með skrauti kallar á athygli meðborgara sinna. Líklega finnst viðkomandi hann vanmetinn í samfélaginu, gæti verið kjósandi Samfylkingar.
Nágrannar litla mannsins með skrautið gætu reynt að strjúka honum meðhárs og fært honum blóm. Fordæmið sýndi að tilfinningar þarf ekki að auglýsa með blikkandi ljósum og sírenuvæli.
Engar reglur um jólaberserki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þá væru nú menn komnir í vond mál ef þeir færu að færa nágrananum blómvendi og strjúka honum réttsælis. Það gæti reynst snúið með réttleikan hjá þeim burstaklipptu þar sem hárið rís upp í loftið. Því yrði svarað með stefnum og þá væri allt komið í háaloft.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 13.12.2018 kl. 07:47
Ekki komast allir í ræðustól Alþingis að auglýsa góðmennsku sína.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.12.2018 kl. 09:35
Jæja, það minnir mig á að ég þarf að fara út og láta jólaljós mitt skína.
Benedikt Halldórsson, 13.12.2018 kl. 11:15
Hóflega skreytt húsakynni og lóðir á aðventunni og yfir jólahátíðina gleðja og veita birtu og yl í svartasta skammdeginu. Öllu má þó ofgera og tíu þúsund perur eru nátturulega ekkert annað en áreiti þeim sem það þykir "töff".
Að strjúka nágranna, hvort heldur rétt eða rangsælis, tja fyrir utan þessa með burstaklippinguna gæti reynst skeinuhætt, því þá erum við komin út í líkamlega áreytni. Legg til að við látum nágrannana alveg vera, sama hve mörgum perum þeir skarta þetta árið. Lifið heil og sæl.
Góðar stundie, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 14.12.2018 kl. 01:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.