Flökkufólk endurskírt farendur

Flökkufólk í leit að betri lífsgæðum sækir í milljónavís til vesturlanda. Eftir megni hafa vesturlönd tekið við þessu fólki. Vegna vandræða við að fá flökkufólkið til að aðlagast vestrænum siðum og háttum lokast ein landamærin af öðrum síðustu ár.

Sameinuðu þjóðirnar gerðu betur að bæta lífskjör flökkufólksins heima fyrir en að þvinga vestræn ríki til að taka við fleiri framandi gestum.

Viðleitni íslenskra yfirvalda, að kalla flökkufólkið farendur, er óbein viðurkenning á því að geta okkar til að veita viðtöku flökkufólki er komin að endimörkum.


mbl.is Ísland aðili að samþykkt SÞ um farendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Fyrirtæki sem safna "fótsporum" fólks á netinu nota greiningar sem byggjast á sama grunni og í greindar- og persónuleikapróf. Það þarf ekki mörg brot til að gjörþekkja fólk í gegnum á facebook, google, amazon, twitter til að sjá hver við erum. 

Rannsóknarlögregla þarf ekki mörg púsl á vettvangi glæps til að leysa mál, jafnvel án fingrafara og dna. Upp kemst um tryggingarsvindl vegna þess að "markhópurinn" sem sviðsetur slys gerir alltaf sömu fyrirsjáanlegu mistökin.  

Það þarf ekki mörg brot af steingerðri beinagrind af manni til að klæða hana holdi. Ef verkfæri og eldstæði finnast líka er hægt að setja sig í spor ættbálksins. Stundum er jafnvel hægt að lesa hugsanir hans. Ef hinni látni var grafinn með sama búnaði og þarf í lifanda lífi er augljóst að fólkið trúði á líf eftir dauðann. 

Allar "hreyfingar" fólks á netinu eru notaðar til að finna okkur og "lesa" okkar. Við erum eins og opinn bók. Þótt tilgangurinn sé fyrst og fremst að selja okkur vörur og þjónustu, allt frá tannbursta til forseta, er hægt að spá nákvæmlega hvað gerist þegar mikill fjöldi af fólki frá öðrum kúltúr sest að á veturlöndum. Það er fyrirsjáanlegur harmleikur. Allar tilraunir til að samlaga fólkið hafa mistekist, jafnvel eftir margar kynslóðir. 

En þrátt fyrir að svo að segja öll hegðun allra manna sé fyrirsjáanleg lifa kúltur marxistar í öllum flokkum í fantasíu sem byggir á að þeirri barnalegu sýn að allt fólk á jörðinni sé sama fólkið, en munurinn sé aðeins félagslegur. 

Það eru engar líkur á að flökkufólk, farendur eða hvað menn kjósa að kalla fólkið eigi nokkurt erindi til landa sem þar sem störfin verða æ flóknari. Það er setið um þau örfáu störf sem krefjast engrar sérstakar kunnáttu. Það bíður því flestra farenda að fara beint á örorku vegna róbótavæðingar.   

Benedikt Halldórsson, 12.12.2018 kl. 09:55

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ríkisstjórninni þótti ekki ástæða til að ræða fyrirhugaða fundarsetu né undirritun samþykktar SÞ og ekki þótti stjórnarandstöðunni tilefni til að kalla eftir umræðum um málið á þingi. Hver skyldi ástæða þess vera??????

Tómas Ibsen Halldórsson, 12.12.2018 kl. 10:19

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Ekki nóg með að stjórnvöld læðist með veggjum varðandi þennan galna samning, heldur þegja allir fjölmiðlar þunnu hljóði um málið. Sú þögn er ærandi og vekur upp spurninguna um áreiðanleika og hlutleysi hérlendra fréttamiðla. Aumari geta fjölmiðlar varla talist en hérlendir hafa gert sig seka um. 

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 12.12.2018 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband