Stundin játar frétta-einelti

Stundin vissi af þátttöku Lífar Magneudóttur borgarfulltrúa Vinstri grænna og varaborgarfulltrúa Viðreisnar á Klaustursamsæti Miðflokksins, sem hefur verið aðalfréttamálið í rúma viku.

En það var ekki fyrr en í dag sem Stundin viðurkenndi aðild Lífar af fundinum, eftir að mbl.is hafði gert það að fréttaefni. Stundin segir ,,ekkert fréttnæmt" að Líf og varaborgarfulltrúi Viðreisnar sátu með þingmönnum Miðflokksins. En vitanlega er það fréttnæmt að Líf var viðstödd. Stundinni hefði þótt fréttnæmt ef þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefði svo mikið sem staðið í anddyrinu.

Eineltis-hrottar stunda að einangra fórnarlömb sín og draga upp af þeim ómanneskjulega mynd. Það gerði Stundin, með dyggri aðstoð RÚV. Þegar búið er að einangra fórnarlömbin er meðvirku og ístöðulitlu fólki smalað saman til að berja á þolendum. Nú til dags fara þessar barsmíðar fram á samfélagsmiðlum.

Stundin gerði sér far um að draga upp þá mynd af sexmenningunum að þeir væru óalandi og óferjandi. Og þegja um Líf og fulltrúa Viðreisnar.

Líf segist hafa hitt Miðflokksmenn rúmlega hálftólf. Þá hafði útsendari Stundarinnar, Bára hljóðmaður, tekið upp einkasamtöl í um fjórar klukkustundir. En samkvæmt Stundinni hafði Bára fyrir tilviljun  rétt brugðið sér inn á barinn.  ,,[Ég] hugsaði með mér að það væri fínt að setjast þar aðeins niður fram að æfingunni og fá sér kaffi."

Bára hljóðmaður fór ekki á neina æfingu þetta kvöld. Hún sat sem fastast í um fjórar klukkustundir, hljóðritaði og tók myndir. Síðan var búin til upptaka af þessari ólöglegu hlerun. Upptakan var klippt til svo að Líf og varaborgarfulltrúi Viðreisnar myndu ekki blandast í málið.

Ólögleg upptaka á einkasamtölum er persónunjósnir. Næsta skref fjölmiðla á siðferðisstigi Stundarinnar er að koma fyrir hlerunarbúnaði á heimilum fólks. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

The plot thickens!

Nú má spyrja - varaði Stundin Pírata og Samfóista við að kíkja við á Klausturbar þetta kvöld?

Ragnhildur Kolka, 10.12.2018 kl. 13:48

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Skítalykt út í gegn.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.12.2018 kl. 14:52

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

þetta var ljóslega vel undir búið og um tíma að minnstakosti voru átta við borðið, einkver samfylkingar kerling og karl frá viðreisn, og vel gætu hafa þar komið við fleiri púkar en þeirra hljóð eru hvergi á upptökunni eftir því sem ég kemst næst.

Upptökustjórinn hafði nægan tíma til að hringja eftir aðstoð við að leiða umræðuna á óskaðan veg og láta sig svo hverfa.  Þar með er þetta farið að líkjast gildru eins og Sigmundur Davíð var vélaður í og upptökustjórinn hafði nægan tíma til að hringja og kalla á aðstoð „vandaðra“ manna til að leiða umræðuna  og látasig svo hverfa.     

Hrólfur Þ Hraundal, 10.12.2018 kl. 15:33

4 Smámynd: Halldór Jónsson

J.Edgar Hoover hljoðritaði svefnherbergi Martins Luther Kings. James Earl Ray kom í veg fyrir að J.Edgar notaði upptökurnar.

Halldór Jónsson, 10.12.2018 kl. 16:47

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Hefur Bergþór nokkru að tapa með því að kæra Báru?

Halldór Jónsson, 10.12.2018 kl. 16:48

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það væri mjög þarft að manneskjan yrði lögsótt til að fá það á hreint hvort lög um mannréttindi á Íslandi eru marktæk eða bara bull.  

Hrólfur Þ Hraundal, 10.12.2018 kl. 20:56

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það á að kæra konuna.  Þótt ekki nema væri til þess að fá úr því skorið hvort svona upptökur og birtingar þeirra leyfist.  Ef þolendur þora ekki eða geta á saksóknari að gera það.  Málið snýst nefnilega ekki um fórnarlömb heldur hvar mörkin liggi.

Kolbrún Hilmars, 10.12.2018 kl. 22:30

8 Smámynd: rhansen

Algjörlega sammála Kolbrúnu  

rhansen, 12.12.2018 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband