Sunnudagur, 9. desember 2018
Siðlausa Samfylkingin
Þingmaður Samfylkingar er uppvís að kynferðislegri áreitni. Siðanefnd flokksins fjallar um málið og áminnir þingmanninn. Hvað gerist næst? Jú, þingflokkur Samfylkingar krefst þess að ólögleg hlerun á kjaftagangi þingmanna Miðflokksins leiði til afsagnar þeirra.
Samfylkingin telur sem sagt að hæfileg refsing fyrir kynferðislega áreitni sé áminning innanflokks á meðan þeir sem voga sér að tala illa um annað fólk skuli gerðir brottrækir af alþingi.
Siðareglur Samfylkingar eru að kynferðisglæpamenn sleppa með áminningu en sóðakjaftar skulu ganga svipugöngin og settir af sakramentinu.
Siðblindir sækja í Samfylkinguna. Flokksskírteinið gefur heimild að fremja glæp en samtímis standa keikur í miðjum hópi góða fólksins sem refsar öðrum fyrir hugrenningasyndir.
Ágúst tekinn af listanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Svo sannarlega er þessi afstaða Samfylkingar talandi dæmi um siðblindu og ég skil punktinn sem þú ert að koma til skila. Hinsvegar er erfitt að sjá að lágkúrulegt drykkjuröfl nokkurra dela eða mislukkað kvennafar einmana stráks (þ.e.ef frásögn gerandans er rétt) séu slíkir stórglæpir að allt þjóðfélagi skuli sett á hóld.
Krafan er að þingið endurspegli samfélagið. Baktal og kvennafar hefur verið stundað af allri alþýðu manna lengst af búsetu manna á landinu. Nýlega hefur einhver helgislepju siðvendni haldið innreið sína í umræðuna. Hún hefur að mestu verið borin uppi af Samfylkingarfólki og fylgifiskum. Ekkert tillit er tekið til mannlegs breyskleika dómharkan er slík. En þegar kemur að breyskleika Samfylkingarmanns þá er allt í einu farið að stiggreina siðleysið.
Það er bara til eitt orð yfir siðleysi. Það er ekkert til sem heitir smá-meðal eða stórkostlegt siðleysi.
Ragnhildur Kolka, 9.12.2018 kl. 11:33
Ef brot Ágústar Ólafs er um það bil eins og hann lýsir því, Ragnhildur, er ég sammála þér. Aftur setja móðursýkisleg viðbrögð Ágústar Ólafs og annars samfylkingarfólks við drykkjulátum annarra þingmanna brot Ágústar Ólafs í annað og verra samhengi.
Samfylkingarfólk telur að sitt fólk megi brjóta siðareglur en aðrir skulu hundeltir fyrir léttvægari brot.
Páll Vilhjálmsson, 9.12.2018 kl. 12:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.