RÚV-árás á Sigurð Inga - Gunnar Bragi til varnar

Sá fréttamaður RÚV sem er hvað iðnastur að kalla fram vitni gegn Miðflokknum, Arnar Páll Hauksson, var staðinn að verki fyrir tveim árum við að niðurlæga formann Framsóknarflokksins, Sigurð Inga Jóhannesson.

Arnar Páll uppnefndi Sigurð Inga ítrekað á opnum fundi. Fyrsti maðurinn til varnar formanninum var Gunnar Bragi Sveinsson, sem sagði:

Þetta kemur ekki á óvart þegar RUV á í hlut og sannast þarna það sem margir hafa haldið fram um andúð RUV á Framsóknarflokknum. Formaður flokksins hefur þurft að þola andúðina lengi eins og allir vita þar sem RUV hefur leynt og ljóst unnið gegn honum. Nú þarf varaformaður flokksins að þola ótrúlegan dónaskap af hálfu miðils "allra" landsmanna.

Eftirmálin af uppnefnum og dónaskap RÚV, hver ætli þau hafi orðið? Jú, fréttamaðurinn baðst afsökunar og málið var dautt.

Hvers vegna var ekki fjallað ítarlega um innræti þessa handhafa dagskrárvalds? Hvers vegna voru ekki leidd fram mýmörg vitni að hlutdrægni RÚV og misnotkunar á opinberu valdi?

 
 

mbl.is Standa við bakið á Sigmundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband