Andrés lifir sig inn í Lilju - íþróttamannslegur

Íþróttalýsing Andrésar almannatengils á sviptingum þeirra Sigmundar Davíðs og Lilju Alfreðsdóttur er kostuleg. Lilja, segir Andrés, ,,veitti þeim ákveðið rot­högg." Í hnefaleikum er rothögg einfaldlega rothögg, ekkert ,,ákveðið" við það.

Merkilegra er þó að Andrés lifir sig inn í menntamálaráðherra. Andrés segir ,,með því að taka svona sterkt til orða, sem er al­ger­lega í sam­ræmi við hvernig hún upp­lif­ir málið."

Hvernig veit Andrés hvernig Lilju líður? Er hann kannski á launum í meðlíðan með ráðherranum?


mbl.is Henti Sigmundi ekki að leggjast flatur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Fram að þessum tíma hafði hún ekki veitt viðtöl,lá hún í roti eða hvað þangað til hugur hennar skýrðist og sá alla sex í hringnum. Hver af þeim sló hana; ekki Simmi vinur,en tenglarnir púðruðu hana og hvöttu fyrir næstu lotu. Nei Lilja virkaði bara spök eins og fyrirsæta lotan var allt of löng. Loksins,loksins búið er þetta kallað tæknilegt rothögg.  

Helga Kristjánsdóttir, 7.12.2018 kl. 01:42

2 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Páll,

Maður er með klígjuna upp í kok af þessum vibjóði, sem vellur upp.  Hatursmenn og konur fara mikinn í útskýringum á gersamlega óafsakanlegri orðræðu og yfirgengilegum fúkyrðun þessa fólks.  Það er allt í lagi að myrða mannorð fólks í fylleríi í vinnutíma hjá þjóðinni!  Vörnin er gamalkunnug: vaða í manninn og gera lítið úr málefninu.  

Ég studdi Sigmund í Wintris málinu, taldi vegið að honum ómaklega.  Fannst hann og Gunnar Bragi grandvarir og ábyrgir.  Ég viðurkennir fúslega algjöran dómgreindarbrest.  Þeir eiga báðir að segja af sér þingmennsku þegar í stað.  Það getur enginn með fullu viti og snefil af siðferðisvitund stutt þetta fólk.  Það fór svo óralangt yfir strikið að það verður að hafa afleiðingar.  Annað er hreinlega óhugsandi. 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 7.12.2018 kl. 06:20

3 Smámynd: Landfari

Líklegasta skýringin er náttúrurlega að Andrés hafi aðstoðað Lilju við, hvernig heppileagst væri fyrir hana að koma sinni hlið á framfæri.

Landfari, 7.12.2018 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband