Inga færir Sigmundi Davíð glaðning: 2 þingmenn

Þingmenn eru kjörnir sem fulltrúar kjósenda en ekki flokka. Þingmenn eiga að fylgja samvisku sinni en ekki flokksskipunum á alþingi. Inga Sæland formaður Flokks fólksins getur e.t.v. rekið þingmenn úr flokknum en ekki af alþingi.

Líklegast er að flokkslausu þingmennirnir starfi sjálfstætt fram yfir áramót en gangi til liðs við Miðflokk Sigmundar Davíðs undir vor.

Falleg gjöf Ingu til Sigmundar Davíðs í upphafi aðventu.


mbl.is „Eiga ekkert erindi inn á Alþingi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég viðurkenni að ég hef ekki fylgst náið með þessu máli en ef það versta sem Karl Gauti sagði um Ingu Sæland er - að hún geti ekki stjórnað- þá er það varla brottrekstrarsök. Og síst ef það kippir stoðunum undan flokknum. Brottrekstur úr svona litlum flokki er nefnilega tvíeggjað sverð. En Flokkur fólksins er stofnaður í kringum tilfinningar og varla við því að búast að grjótharður veruleikinn taki nú völdin.

Ragnhildur Kolka, 30.11.2018 kl. 12:26

2 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Þeir tveir verða komnir í Miðflokkinn áður en árið er liðið í aldanna skaut.

En hver valdi þessa meðreiðarsveina í Flokki fólksins, var það Inga sjálf?

Hvað segir það þá um hana og Flokk fólksins...

Baldvin Björgvinsson, 30.11.2018 kl. 12:56

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Baráttumál Ingu Sæland hverfa ekki með þessum brottrekstri helmings þingmanna flokksins, en óneitanlega verða þau henni þyngri í vöfum þegar þau eru aðeins orðin tvö eftir í þingflokknum.
Annars verður fróðlegt að sjá það í framkvæmdinni hvernig 2ja manna þingflokkur virkar á Alþingi? Lágmarkið mun vera fjórir samkvæmt kosningalögum. 

Kolbrún Hilmars, 30.11.2018 kl. 17:42

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Það getur trauðla talist Miðflokknum til tekna að fjölga þar klausturlegnum, lausmálga, sjálfhverfum og borubröttum barflugum, meðal flokksmanna. Ærinn er nú vandinn samt á þeim bænum.

 Ætli sé ekki hægt að kalla þetta "bara vandamál" ? Tuðari bara spyr.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 1.12.2018 kl. 02:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband