Fimmtudagur, 29. nóvember 2018
Tveir flugvinir, annar gjaldþrota
Falleg vinátta er á milli forstjóra og yfirstjórnar WOW og Icelandair, ef trúa skal fréttatilkynningum. Hvor óskar hinum fararheilla og farsældar.
Annað félagið er gjaldþrota, sem gerir vináttuna enn hjartnæmari.
Í fluginu er freistandi að veðja á framtíðarvöxt með undirverðlagningu í núinu undir yfirskini samkeppni og almannaheilla. Ævintýramennska borgar sig ekki til langframa.
Eins og maðurinn sagði: þetta eru bara peningar. Aftur virkar heimurinn þannig að peningar þurfa ávöxtun, annars rýrna þeir. Engin vinátta breytir lögmálinu um peninga.
Hætt við sameiningu WOW og Icelandair | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Páll,
Þau eru bæði gjaldþrota. Icelandair hefur bara svolítið lengri spotta! Félag sem tapar hálfum milljarði á mánuði eftir að hafa tapað 80% af markaðsvirði á tveimur árum hafðu enga burði til að taka Wow yfir! Það voru draumórar.
Kveðja
Arnór Baldvinsson, 29.11.2018 kl. 18:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.