Tveir flugvinir, annar gjaldþrota

Falleg vinátta er á milli forstjóra og yfirstjórnar WOW og Icelandair, ef trúa skal fréttatilkynningum. Hvor óskar hinum fararheilla og farsældar.

Annað félagið er gjaldþrota, sem gerir vináttuna enn hjartnæmari.

Í fluginu er freistandi að veðja á framtíðarvöxt með undirverðlagningu í núinu undir yfirskini samkeppni og almannaheilla. Ævintýramennska borgar sig ekki til langframa.

Eins og maðurinn sagði: þetta eru bara peningar. Aftur virkar heimurinn þannig að peningar þurfa ávöxtun, annars rýrna þeir. Engin vinátta breytir lögmálinu um peninga. 


mbl.is Hætt við sameiningu WOW og Icelandair
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Páll,

Þau eru bæði gjaldþrota.  Icelandair hefur bara svolítið lengri spotta!  Félag sem tapar hálfum milljarði á mánuði eftir að hafa tapað 80% af markaðsvirði á tveimur árum hafðu enga burði til að taka Wow yfir!  Það voru draumórar.  

Kveðja

Arnór Baldvinsson, 29.11.2018 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband