Frosti: verslum ekki við Haga

Frosti Sigurjónsson fyrrum þingmaður Framsóknarflokksins og aðalhöfundur seinni Icesave-andófsins hvetur okkur að versla ekki við Haga, sem eru Hagkaup, Bónus og fleiri verslanir. Frosti birtir eftirfarandi áskorun á Facebook:

Hagar eru að stefna ríkinu vegna "seinagangs við afnám banns við innflutningi á hráu kjöti" en það bann er nauðsynlegt til að vernda lýðheilsu í landinu og heilbrigði dýra. Hagar kjósa að hundsa allar aðvaranir sérfræðinga um slíkt. Til að mótmæla málsókn Haga gegn ríkinu mun ég beina viðskiptum mínum frá fyrirtækjum Haga: Bónus, Hagkaup, Útilíf, Ferskar kjötvörur, Zara, Bananar og Hýsing. Stærstu eigendur Haga eru lífeyrissjóðirnir okkar. Er stjórnarmönnum þeirra alveg sama um lýðheilsu og dýraheilbrigði?

Áfram Frosti, niður með Haga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Örðuvísi mér áður brá! Varð stökkbreyting í genum vina minna,? Gamla góða Ísland! Tek Undir með Frosta.

Helga Kristjánsdóttir, 29.11.2018 kl. 06:43

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Den hvað ef Hagar vinna málið? Er þá Ríkið ekki að brjóta lög?

Ragnhildur Kolka, 29.11.2018 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband