Fimmtudagur, 29. nóvember 2018
Frosti: verslum ekki við Haga
Frosti Sigurjónsson fyrrum þingmaður Framsóknarflokksins og aðalhöfundur seinni Icesave-andófsins hvetur okkur að versla ekki við Haga, sem eru Hagkaup, Bónus og fleiri verslanir. Frosti birtir eftirfarandi áskorun á Facebook:
Hagar eru að stefna ríkinu vegna "seinagangs við afnám banns við innflutningi á hráu kjöti" en það bann er nauðsynlegt til að vernda lýðheilsu í landinu og heilbrigði dýra. Hagar kjósa að hundsa allar aðvaranir sérfræðinga um slíkt. Til að mótmæla málsókn Haga gegn ríkinu mun ég beina viðskiptum mínum frá fyrirtækjum Haga: Bónus, Hagkaup, Útilíf, Ferskar kjötvörur, Zara, Bananar og Hýsing. Stærstu eigendur Haga eru lífeyrissjóðirnir okkar. Er stjórnarmönnum þeirra alveg sama um lýðheilsu og dýraheilbrigði?
Áfram Frosti, niður með Haga.
Athugasemdir
Örðuvísi mér áður brá! Varð stökkbreyting í genum vina minna,? Gamla góða Ísland! Tek Undir með Frosta.
Helga Kristjánsdóttir, 29.11.2018 kl. 06:43
Den hvað ef Hagar vinna málið? Er þá Ríkið ekki að brjóta lög?
Ragnhildur Kolka, 29.11.2018 kl. 10:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.