Byltingarfólkið og hliðarveruleikinn

Ragnar Þór í VR og Sólveig Anna í Eflingu eru byltingarfólk. Þau skora á hólm ríkjandi skipulag. Ragnar Þór vill virkja lífeyrissjóði sem verkfallsvopn og Sólveig Anna að launþegar yfirtaki fyrirtækin og ríkisvaldið að hætti sósíalista.

Sólveig Anna neitar því að búa í hliðarveruleika. Hún segist keik með báðar fætur í reyndinni, við hin búum í ímynduðum heimi fjármagnsafla sem mergsjúga okkur en fitna sjálf eins og púkinn á fjósabitanum.

Það má hafa gaman af sprikli tíuprósent byltingarmanna, sem tala eins og þeir séu fulltrúar fjöldahreyfingar. En við lifum á viðsjárverðum tímum. Sá kexruglaði í dag getur í krafti samfélagsmiðla og bergmálsfjölmiðla orðið spámaður á morgun.

Ef fullorðna fólkið tekur ekki höndum saman um skynsamlega stefnu gæti tíuprósentfólkið skákað okkur inn í hliðarherbergi og kveikt í þjóðarheimilinu. Auðvitað í nafni fagurra hugsjóna eins og jafnan þegar byltingin knýr dyra.


mbl.is Sýna meiri ábyrgð með að fjárfesta ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Það fer illa saman að berjast fyrir mikilli hækkun lægstu launa án þess að útskýra hvernig fara skuli að því. Það er ekki nóg að segja að fólk lifi ekki á laununum.

Er ekki stóra planið að auka raunverulegan kaupmátt lægstu launa? En hvað með næstlægstu launin og svo koll af kolli upp launastigann?

En einmitt fólkið sem sér engar þversagnir og kemur ekki auga á nokkur vandamál í að framkvæma hugdettur sínar, byltingu, marxisma, hefur engan áhuga að ræða "smámuni" og ásakar þá sem efast, um mannvonsku eða vera á bandi "hagsmunaaflanna".

En það er alveg sama þótt kapítalísk "illmenni" séu tjörguð og fiðruð, sjóðir almennings teknir í gíslingu, svarar það ekki spurningunni - hvernig eigi að auka kaupmátt lægstu launa?

Þessi farsi minnir á mann á fertugsaldri sem sat í fangelsi. Geðlæknir hans spurði hvort hann hefði framtíðarplön. Jú, svo sannarlega. Um leið og hann losnaði úr prísundinni ætlaði hann að æfa sund, stefna á ólympíuleikana og vinna gull!

Benedikt Halldórsson, 29.11.2018 kl. 00:20

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég held að þetta fólk sé ekki sérstaklega vel gefið. Það sýnir til dæmis tilraun formanns VR í dag til að klóra yfir eigið klúður í yfirlýsingum í gær.

Þorsteinn Siglaugsson, 29.11.2018 kl. 00:33

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Hér er klípan.

Ef hækkun lægstu launa gengur upp allan launastigann hækka þau ekkert. Verðbólgan étur "ávinninginn". Ef lægstu laun hækka í 425 þúsund þarf að hækka öll laun sem eru fyrir neðan 425 þúsund. En þá þyrfti að taka samningsréttin af þeim sem eru fyrir ofan 425 þúsund en það verður ekki gert. Alþingi fer ekki í stríð við

stéttarfélög.   

Benedikt Halldórsson, 29.11.2018 kl. 01:36

4 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Afsakið ofvaxna töflu.

Benedikt Halldórsson, 29.11.2018 kl. 01:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband