Sýndu reisn Þorsteinn og ljúktu málinu

Seðlabanki Íslands stóð fyrir rannsókn á bókhaldi Samherja vegna gruns um að reglur um gjaldeyrisviðskipti hafðu verið brotnar. Málið fór sína leið í réttarkerfinu og fékk Samherji sigur í Hæstarétti.

Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri má vel við una að fá sýknu í Hæstarétti. Aftur er verra að Þorsteinn kostar kapps að knésetja Seðlabankann í framhaldi.

Seðlabankinn verndar fjöregg þjóðarinnar, krónuna, sem kemur næst fullveldinu að mikilvægi í lýðveldinu. Í sjálfu hruninu og í framhaldi stóð bankinn vaktina, oftast með sóma og jafnvel glæsibrag. Það þýðir ekki að bankinn sé hafinn yfir gagnrýni eða að ekki hafi verið gerð mistök. Í umrótinu við hrunið og eftirmálum þess hefði margt mátt betur fara í stjórnsýslunni. En heildarmyndin er engu að síður þessi: stjórnkerfið stóðst álagið.

Þorsteinn Már yrði maður að meiri að láta gott heita eftir sigur í Hæstarétti. Og láta þjóðina njóta forystu Seðlabankans í peningamálum. Sú forysta er farsæl.


mbl.is „Þessu máli verður að ljúka“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ef seðlabankastjórinn hefur brotið hegningarlög, sem margt bendir til að hann hafi gert, á auðvitað að sækja hann til saka. Það kemur bankanum sem slíkum vitanlega ekkert við.

Þorsteinn Siglaugsson, 28.11.2018 kl. 00:01

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Málaferlin spruttu af krossferð Jóhönnu Sig. Og Steingríms gegn útgerðinni, byggt á rakalausri vænisýki og hatri. Már var handbendi þeirra. Mér finnst að Þorsteinn ætti ekki að láta sér nægja að sækja Má til saka heldur einnig Jóhönnu og Steingrím. Það væri sannarlega verðugt og raunverulegt efni fyrir landsdóm í stað syndarréttarhaldanna yfir Geir Haarde.

Að draga embættismenn til ábyrgðar fyrir gjörðum sínum hefur engin áhrif á stofnanirnar sjálfar. Þvert á móti ætti það að auka trúverðugleika þeirra. Vantraust á stjórnmálum og stjórnsýslu á fyrst og fremst rætur í því að enginn er látinn sæta ábyrgð í nokkrum hlut. Ef Már er saklaus, þá sker dómur úr um það. Ef ekki, þá víkur hann og hlýtur refsingu. Stjórnsýslan stendur ekki utan réttarkerfisisns.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.11.2018 kl. 02:32

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, Páll, okurvaxtastefna Seðlabankans er ekki farsæl, hefur ekki reynzt íbúðaeigendum léttbær byrði; margir þeirra hafa misst allt sitt og fúið land!

Það er löngu kominn tími á að hinn þrjózki Maóisti Már viki úr stóli seðlabankastjóra. Þorsteinn í Samherja á ósmeykur að fylgja máli sínu eftir.

Jón Valur Jensson, 28.11.2018 kl. 07:33

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

... og flúið land!!!!

Jón Valur Jensson, 28.11.2018 kl. 07:35

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Verð að taka undir með Jóni Val hér. Ég hef lengi haft efasemdir um hæfni þeirra sem stjórna Seðlabankanum. Og ekki dregur úr þeim þegar í ljós kemur að þeir hika ekki við að beita stofnuninni í pólitískum tilgangi.

Þorsteinn Siglaugsson, 28.11.2018 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband