Elítan vill rafmagnsbíla, fólkið díselvél

Elítan í Frakklandi og víðar á vesturlöndum er föst í hugmyndafræði lofthitasinna um að heimurinn fari til helvítis ef keyrum ekki rafmagnsbíla í stað bíla með sprengihreyfli. Gulu mótmælin í París eru gegn reglugerðum lofthitasinna sem hækka eldsneytisverð.

Hetjan í mótmælunum er Jacline Mouraud, þriggja barna móðir á sextugsaldri, sem birtir eintal á samfélagsmiðlum og spyr Macron forseta hvers vegna hann stjórni í þágu elítunnar en ekki almennings.

Mótmælin breiðast út og Macron veit ekki sitt rjúkandi ráð. Eins og jafnan þegar menn rata í viðjar hugmyndafræði sem heldur ekki vatni.


mbl.is 42 handteknir í mótmælum í París
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

 Venjulegt fólk hefur heldur ekkert efni á svo dýrri tækni, né tíma til að nota hana.

Þetta virðist yfirvöldum allstaðar fyrirmunað að skilja. 

Ásgrímur Hartmannsson, 25.11.2018 kl. 15:30

2 Smámynd: Hörður Þormar

Rafmagnsbílar eru hvergi hentugri heldur en á Íslandi, einkum ef fjölskyldan á annan bíl. Orkueyðsla og viðhaldskostnaður er miklu lægri en hjá öðrum bílum. Það er satt að í rafgeymana eru notuð efni sem eru sjaldgæf og framleiðslan er óumhverfisvæn. Þeir eru taldir endast a.m.k í 10 ár og miklu lengur til annara nota. Þegar geymarnir eru ónýtir hljóta öll verðmæt efni að verða endurnýtt.

Diselbílar hafa þótt hentugir á Íslandi, þeir eyða minna eldsneyti og mengunin frá þeim sjaldnast til vandræða. Hins vegar stendur til að banna notkun þeirra víða erlendis vegna mikillar loftmengunar í stórborgum sem stafar af þeim.   Ekki bætir úr skák að sumir bílaframleiðendur hafa svindlað og komið fyrir útbúnaði í bílunum sem veldur því að mengunin frá þeim mælist minni en hún raunverulega er.

Þetta Parísarsamkomulag er svo allt annað mál, ég veit ekki hvers vegna við þurftum að skrifa undir 300 milljarða kr. skuldbindingar ef við stöndum ekki við það.

Kannski hafa blessaðir samningamennirnir verið búnir að fá sér nokkur glös af góðu víni þegar þeir skrifuðu undir, en það er nú bara létt hugdetta míntongue-out.

Hörður Þormar, 25.11.2018 kl. 18:12

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Fjörtíuþúsund fíflin í París verða okkur dýr. Aldrei kaupi ég rafmagnsbíl þar sem jarðefnaeldsneytið hefur gert mannkynið ríkt en ekki fíflaskapurinn með orkuskiptin sem þeir kalla svo. 

Halldór Jónsson, 25.11.2018 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband