Sunnudagur, 25. nóvember 2018
Brexit og þriðji orkupakkinn
Úrsögn Breta úr Evrópusambandinu, Brexit, og þriðji orkupakkinn eiga fullveldið sameiginlegt. Umræðan í Bretlandi gengur út á hve mikil völd ESB hefur yfir breskum innanríkismálum eftir úrsögn.
Umræðan á Ísland snýst um hve mikil áhrif ESB hefur á raforkumál okkar ef við samþykkjum þriðja orkupakkann.
Fullveldi er einmitt þetta: vald þjóðríkja yfir sínum eigin málum.
Það liggur fyrir að ef við samþykkjum þriðja orkupakkann færum við Evrópusambandinu vald yfir íslenskum orkumálum. Deilan snýst um hve mikið af ráðstöfunarréttinum flyst frá Íslandi til Brussel.
Þegar í boði er að segja nei, við viljum ekki afsala okkur fullveldi, sama hve lítið, yfir náttúruauðlindum okkar, þá er óskiljanlegt að nokkrum manni detti í hug að játast útlendu yfirvaldi í séríslenskum málum.
Rök þeirra sem vilja afsal íslenskra auðlinda til Brussel eru gjarnan þau að ,,við verðum að gera þetta af því að við samþykktum orkupakka eitt og tvö." Þessi rök er hægt að nota til að flytja allt fullveldið í bútum til Brussel.
Eina rétta afstaðan er að hafna þriðja orkupakkanum með þessum kristaltæru rökum: ákvarðanir um raforkumál landsins eiga heima á Íslandi en hvergi annars staðar. Punktur.
May biður þjóðina um stuðning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Laukrétt! Þetta mál snýst um fullveldi Íslands. Að halda öðru fram er hreinn útúrsnúningur ESB-sinna.
Júlíus Valsson, 25.11.2018 kl. 10:35
Sæll Páll
Ég endurtaka yfirlýsingu mína um að ESB sé ekki treyst. Þeir verða superstate með stjórn á öllum náttúrulegum krafti og fiski. Þeir eru að byggja upp her og færa í helling af innflytjendum - ásamt ákvörðun Sameinuðu þjóðanna - sem vilja leyfa öllum heimanna innflytjenda til að koma til Evrópu.
Ísland ætti að hafa ENGA samskipti við ESB.
Merry, 25.11.2018 kl. 11:05
Verkfræðingur sem ég þekki var að benda mér á grein í pakkanum sem hefur 54 undirgreinar. Augljóslega gert til að esb geti túlkað rúmt..
Guðmundur Böðvarsson, 25.11.2018 kl. 11:19
eitt djöfuls samsæri ESB sinnanna til að lauma upp í okkur evrubeislinu og selja fullveldið
Halldór Jónsson, 25.11.2018 kl. 18:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.