Laugardagur, 24. nóvember 2018
HR smánar starfsmann fyrir rangar skoðanir
Kristinn Sigurjónsson var rekinn frá Háskólanum í Reykjavík nánast í beinni útsendingu fjölmiðla. Brottrekstrarsökin: Kristinn var uppvís að röngum skoðunum á konum sem hann tjáði á lokaðri spjallrás.
Háskóli sem tekur upp á því að smána opinberlega starfsmenn sína og svipta þá fyrirvaralaust atvinnu og mannorði er kominn út í fúafen ofstækis þar sem mannréttindi eru fótum troðin.
Dómstólar hljóta að rétta hlut Kristins og um leið undirstrika að í lýðveldinu ríkir skoðana- og tjáningarfrelsi.
HR krafinn um 66 mánaða laun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er gott og þarft framtak hjá þér að rifja upp hinn skammarlega brottrekstur heiðursmannsins Kristinns Sigurjónssonar háskólakennara, en eins og dæmigert er um þessar mundir, þá fer meira fyrir árásum og mótmæla aðgerðum gegn Birgittu Haukdal hér í bölvuðu femínista ruglinu, sem segir allt sem með þarf, því eins og einhver ágætur bloggari sagði nýlega, þá virðast meirihluti karla vera orðnir prúðar kellingar.
Það er nú svo komið hér á Íslandi, að það eru mörg ár síðan ég hef séð stúlku hneigja sig fallega og dömulega.
Jónatan Karlsson, 25.11.2018 kl. 09:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.