Föstudagur, 23. nóvember 2018
Hillary og endalok öfgafrjálslyndis
Vestræn ríki, Bandaríkin og ESB, stóðu fyrir öfgafrjálslyndi undir fölsku yfirskini lýðræðis og mannúðar. Þrír meginþættir einkenna öfgafrjálslyndið.
Í fyrsta lagi útflutningur vestrænnar stjórnskipunar til landa eins og Íraks, Sýrlands, Líbýu og Afganistan. Vopn voru einu rökin í þessum útflutningi sem eyðilagði viðkomandi ríki.
Í öðru lagi stórfelldur innflutningur á fólki frá ófriðarsvæðum öfgafrjálslyndis. Innflutningurinn stórskaðaði samfélög á vesturlöndum; hryðjuverk, gettósamfélög og götuóeirðir.
Í þriðja lagi afiðnvæðing vesturlanda þar sem framleiðslustörf voru flutt til Kína, Mexíkó, Víetnam, Indónesíu og fleiri landa.
Öfgafrjálslyndið skilur eftir sig sviðna jörð í öllum heimsálfum nema Suðurskautinu. Og núna segir einn helsti spámaður öfganna, Hillary Clinton, að nóg sé komið. Vonum seinna.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.