Föstudagur, 23. nóvember 2018
ESB: Bretland út, Ísland inn
Bretland er á leið út úr Evrópusambandinu með hávaða og látum; yfirvofandi stjórnarkreppu í London og hótunum frá Brussel, París, Madrid og Berlín. Ísland er á sama tíma að færast nær Evrópusambandinu með yfirvofandi innleiðingu þriðja orkupakkans.
Þriðji orkupakkinn færir Evrópusambandinu íhlutunarrétt yfir raforku Íslands. Jafnvel embættismenn í iðnaðarráðuneytinu viðurkenna að sæstrengur er flytti raforku frá Íslandi yrði á forræði Evrópusambandsins.
Evrópusambandið lætur ekki auðveldlega af hendi völdin, það sést á Brexit.
Tíminn til að stöðva frekari íhlutun Evrópusambandsins í íslensk málefni er núna. Það er best gert með því að hafna innleiðingu þriðja orkupakkans í íslenska löggjöf.
Ver útlínur fríverslunarsamnings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ísland þarf eigin auðlindastýringu
Júlíus Valsson, 23.11.2018 kl. 09:08
Ég er sammála þér Páll - í allt sem þú skrífir hér.
Við skulum hafnar EU.
Merry, 25.11.2018 kl. 11:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.