Miðvikudagur, 21. nóvember 2018
Sjálfstæðisflokkur auðmanna eða almennings?
Þriðji orkupakkinn tengir Ísland við innviði Evrópusambandsins í raforkumálum. Yfirlýst markmið ESB er að nýta íslenska raforku. Talsmenn 3 orkupakkans, t.d. aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, viðurkenna að tilgangurinn er að auðvelda aðgang ESB að raforku á Íslandi:
Orkustefnan var jafnframt tengd 20-20-20 markmiðunum, þ.e. að árið 2020 skyldu endurnýjanlegir orkugjafar sjá ríkjunum fyrir a.m.k. 20% orkuþarfarinnar, orkunýtni skyldi aukin um 20% og losun gróðurhúsalofttegunda minnkuð um 20%.
Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra veit sitthvað um íslensk stjórnmál og ESB. Hann segir:
Ég veit, að innan Sjálfstæðisflokksins eru sterk öfl, sem eygja mikil gróðatækifæri í þessari einkavæðingu eins og venjulega með því að öðlast skylduáskrift að tekjum almennings. Enn sem komið er, eru þeir í felum. Þetta er þeirra aðal gróðavon: síminn, fjarskiptin, orkan, vatnið, fiskurinn og þannig mætti áfram telja. Takist þeim þetta, verður Ísland endanlega orðið að bananalýðveldi í Suður-amerískum stíl verstöð í eigu nokkurra auðklíkna og undir þeirra stjórn. Það er of mikil áhætta að rétta þeim litla fingurinn, með því að innleiða pakkann nú og sjá svo til með sæstrenginn seinna.
Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins eru helstu talsmenn innleiðingu 3 orkupakkans. Þar með ganga þeir erinda auðmanna á kostnað almennings.
Auðmenn eru fá atkvæði.
Hagnaður Landsvirkjunar 9,9 milljarðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vel orðað Páll og hárrétt.
Sigurður Kristján Hjaltested, 21.11.2018 kl. 17:36
Ekki er að sjá að forysta Sjálfstæðisflokksins hafi áhyggjur af atkvæðunum, þau hrynja af flokknum án þess að formaðurinn kippi sér upp við það.
Hitt er svo annað mál og von að maður velti því fyrir sér, hvað er í boði fyrir þá sem eru tilbúnir að selja atkvæði sín á Alþingi?????? eru þingmenn að fá borgað, þeim mútað, til að hafa skoðanir sem falla að vilja ESB????????
Mér þykir ljóst að maðkur er í mysunni og það þarf að grafast fyrir um hvað í gangi er, það er ekki einleikið hvernig þingmenn og -konur snúast eins og vindhanar eftir því hvernig vindurinn blæs frá Brussel.
Tómas Ibsen Halldórsson, 21.11.2018 kl. 21:59
Þjóðin mun standa með sjálfri sér í þessu máli eins og í Icesave málinu. Merkilegt hve orkupakkaráðherrar XD ganga nú hart gegn Landsfundarsamþykkt flokksins frá mars 2018 og almennri skynsemi. Þögn VG er þó enn merkilegri. Hvað fengu þeir í staðinn? Að rústa og ríkisvæða heilbrigðiskerfið?
Júlíus Valsson, 22.11.2018 kl. 00:11
Stefnan hefur verið skýr, þarf aðeins að leggja saman tvo og tvo.
1. Skýr yfirlýsing forstjóra Landsvirkjunar á ársfundi hennar fyrir nokkrum árum: "Það er ekki spurning um hvort, heldur hvenær sæstrengur/ir verður lagður til Íslands.
2. Handsöluð viljayfirlýsing SDG og David Cameron um samvinnu Breta og Íslendinga vegna undirbúnings sæstrengs.
3. Stefnuyfirlýsing stjórnvalda um svipað leyti um að tvöfalda orkuframleiðslu landsins á næstu tíu árum.
4. Almennt orðuð meginstefna í texta 3.orkupakkans um markmið hans.
3.
Ómar Ragnarsson, 22.11.2018 kl. 00:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.