Miðvikudagur, 21. nóvember 2018
Nei, Lilja, menntun er ekki bara atvinna
Menntun ungmenna er innleiðing þeirra í heim fullorðinna. Sá heimur er ekki eingöngu atvinna, heldur sjálfbjarga einstaklinga sem takast á við aðskiljanleg viðfangsefni s.s. sambúð, uppeldi, stjórnmál, félagslíf, merkingu lífsins, fjármál, sköpun og fleira.
Menntun er ekki atvinnumál, eins og Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra vill vera láta.
Menntun er að einstaklingurinn öðlist færni til að standa sig í margbrotnu samfélagi. Atvinna er einn hluti en alls ekki sá mikilvægasti.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.