Brexit: Spánn hótar að kljúfa Bretland

Spánn er tilbúinn að hleypa Skotlandi inn í Evrópusambandið ef Bretar fallast ekki á að mæta kröfum Spánverja að gefa eftir í deilunni um Gíbraltar.

Útspil Spánverja er bein hótun um að stuðla að klofningi Bretlands. Skotar vilja sjálfstæði frá Englandi en þora ekki að standa einir og utan Evrópusambandsins. Áður hafa Spánverjar neitað Skotum um beina aðild að ESB enda myndi það skapa fordæmi við sjálfstæði Katalóníu innan spænska ríkjasambandsins.

Brexit vekur upp aldagamlar milliríkjadeilur í Evrópu.

Og hér heima eru snillingar sem endilega vilja kíkja í ESB-pakkann sem núna er utan um sæstreng. Valdaskak ESB-ríkja kemur okkur ekki við og þannig ætti það að vera áfram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ef Brexit veldur öllum þessum vandræðum, hefði þá ekki verið betra að sleppa því?

Þorsteinn Siglaugsson, 21.11.2018 kl. 10:44

2 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Broslegur útúrsnúningur Þorsteinn.

Guðmundur Böðvarsson, 21.11.2018 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband