Mánudagur, 19. nóvember 2018
Djúpríkið hótar Þórdísi - hún tístir
Djúpríki embættismanna og valdainnherja létu Þórdísi Kolbrúnu heyra það í vikulok, eftir að hún hafði gefið undir fótinn að fresta innleiðingu þriðja orkupakkans. Í framhaldi tísti Þórdís stuðningi við EES-samninginn.
Rök djúpríkisins eru að samþykki Ísland ekki að verða orkuhjálenda Evrópusambandsins, með innleiðingu þriðja orkupakkans, sé EES-samningurinn í heild sinni í hættu.
Hvers vegna hótaði djúpríkið ekki slitum EES-samningsins þegar Ísland hafnaði öðrum ESB/EES tilskipunum t.d. um lestir og skipaskurði?
Í einu orðinu er sagt að þriðji orkupakkinn skipti engu máli, þar sem Ísland er ekki hluti raforkumarkaðar í Evrópu, en í hinu orðinu er hótað öllu illu ef við samþykkjum ekki þetta lítilræði.
Mótsögnin verður aðeins skýrð með því að meira búi undir. Og þar kemur aðeins eitt til greina. Evrópusambandið hyggst tryggja sér orku íslenskra fallvatna. Virkjunarsinnar á Íslandi sjá í hillingum langstærsta drauminn, skammstafaður LSD.
Þórdís tístir en náttúrverndarsinnar eru þöglir sem gröfin. Merkilegt.
Athugasemdir
Merkilegast af öllu í þessu máli er meðvirkni VG.
Júlíus Valsson, 19.11.2018 kl. 09:59
Hverjir hafa ekki verið keyptir fyrir drjúgan skilding???? ESB vílar ekki fyrir sér að kaupa sér fylgjendur, eru sjóðir sumra þeirra orðnir vel digrir.
Tómas Ibsen Halldórsson, 19.11.2018 kl. 10:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.