Sunnudagur, 18. nóvember 2018
Katrín í 22. öld, Sólveig Anna er á 19. öld
Vinstri grænir héldu fund með verkalýðshreyfingunni. Formaður Vg og forsætisráðherra talaði um hagkerfi framtíðarinnar, sbr. viðtengda frétt. Sólveig Anna sósíalisti og formaður Eflingar boðaði stéttaátök 19. aldar, verkalýður gegn auðvaldi.
Vandi róttækra vinstrimanna birtist í hnotskurn hjá þessum tveim konum. Ýmist eru þeir fastir í fortíðinni eða horfa til framtíðarlandsins, sem einu sinni var Ráðstjórnarríkin, þá ESB og núna loftslagslandið.
Sameiginlegur forfaðir Katrínar og Sólveigar Önnu, Karl Marx, sagði trú ópíum fólksins. Það eru áhrínisorð. Róttækir vinstrimenn geta ekki horfst í augu við samtíma sinn nema til að leggja á flótta inn í framtíðina eða afturábak.
Eftirlætisorð þessa fólks er hugsjón. Sanntrúaðir eiga sér hugsjón, skynsamir vinna með veruleikann hverju sinni.
Hagvaxtarstefnan að líða undir lok | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Auðlindabruðlarar vilja einmitt ekki horfast í augu við veruleika 21. aldarinnar heldur horfa með velþóknum sljóum skammtímagróðaaugum gengið æ harðar að auðlindum jarðar.
Ómar Ragnarsson, 18.11.2018 kl. 10:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.