Háskóli Íslands: ESB-sinnar tala um fullveldið

Í ár fögnum við aldarafmæli fullveldis þjóðarinnar. Háskóli Íslands bryddar upp á fundi með yfirskriftinni ,,Fullveldið í hættu?". Í pallborði eru þekktir ESB-sinnar sem í ræðu og riti gera lítið úr fullveldinu.

Þau  Silja Bára Ómarsdóttir dósent í stjórnmálafræði, Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir alþingismaður eru öll margyfirlýstir ESB-sinnar sem vilja fullveldið feigt.

Þetta er eins og boða til fundar um æskulýðsmál og skipa pallborðið önugum og sínöldrandi gamalmennum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Gleymdu ekki Guðmundi Hálfdánar og Eiríki Bergmann sem láta ekkert tækifæri ónotað til að gera lítið úr fullveldinu, en eru skrautfjaðrir á þessum fundi.

Ragnhildur Kolka, 14.11.2018 kl. 12:07

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Getur verið að fólk sé gert fyrir spennu, stríð, hungur og hörmungar? Og loksins, loksins þegar létta tekur til í lífinu fer sumu fólki að leiðast. Það var ekki leiðinlegt að berjast fyrir sjálfsstæði, frelsi og öryggi.

En eins og síbrotamaður sem er laus úr fangelsi unir það sér ekki hvíldar fyrr en það hefur glatað frelsi og fullveldi. Síbrotamaður er skárri. Hann tekur ekki þjóðina með sér í eymdina. 

Benedikt Halldórsson, 14.11.2018 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband