ESB: heimsyfirráð eða dauði - raflost Íslands

Franskur ráðherra segir nauðsynlegt að Evrópusambandið verði heimsveldi. Kanslari Þýskalands tekur undir með forseta Frakklands að Evrópuher sé forgangsmál. Frakkar eru herskáir núna þegar fyrir liggur að Bretar ganga úr ESB og krefjast stóraukinnar miðstýringar í ofanálag við hermennskuna - annars verði engin evra.

Miðstýrð Stór-Evrópa grá fyrir járnum er til marks um klofning í Nató-bandalaginu við Bandaríkin. Leiðtogar ESB-ríkja gera ráð fyrir að Trump sitji tvö kjörtímabili í Hvíta húsinu og á þeim tíma verði slútt með kaldastríðsbandalagið.

Opin spurning er hvort Bretland, með annan stærsta her Evrópu, verði hluti af Evrópuhernum eða hvort ,,hin viljugu" ESB-ríki hervæðist upp á eigin spýtur. Ef Bretland verðu hluti Evrópuhersins er ESB úr sögunni. Ef Bretar taka ekki þátt munu þeir halla sér að Bandaríkjunum, verða útvörður bandaríska heimsveldisins gagnvart meginlandinu.

Ísland fór undir áhrifasvæði Bandaríkjanna í byrjun seinna stríðs þegar bandarískur her leysti af hólmi breska hernámsliðið. Herverndarsamningur var gerður við Bandaríkin í upphafi kalda stríðsins.

Nú sitja í stjórnarráði lýðveldisins embættismenn með pólitíkusa sem strengjabrúður og vinna að því hörðum höndum að gera Ísland að raforkuveri fyrir Evrópusambandið - með þriðja orkupakkanum.

Eru ráðamenn ólæsir á þróun alþjóðamála?


mbl.is Vill að ESB verði heimsveldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband