Mánudagur, 12. nóvember 2018
Óvissa í breskum stjórnmálum - í boði ESB
Allt frá þjóðaratkvæði um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu, Brexit-kosningarnar 2016, er viðvarandi uppnám í breskum stjórnmálum. Evrópusambandið stundar gamalkunna herfræði Rómverja, að deila og drottna, þegar þjóðir láta ekki að stjórn Brussel-valdsins.
Bæði Ítalir og Grikkir hafa kynnst því hvernig embættismenn í Brussel grípa inn í innanríkismál aðildarþjóða til að hafa áhrif á gang mála - oft þvert á þann þjóðarvilja sem birtist í niðurstöðum kosninga.
Evrópusambandið er stórhættulegt lýðræðinu.
Við getum ekki stöðvað Brexit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.