Sunnudagur, 11. nóvember 2018
Verkó gróf sína eigin gröf - og launþega
Við þurfum byltingu, er viðkvæðið í stærstu verkalýðsfélögunum, Eflingu og VR, síðustu misserin. Yfirstéttin arðrænir fátækt fólk sem lifir við sult og seyru, sósíalísk bylting er rétta svarið að sögn verkó.
Svartnætti og yfirvofandi kollsteypa skapar óvissu, lamar framtak og hræðir fólk og fyrirtæki frá fjárfestingum. Afleiðingin verður aðhald og samdráttur í atvinnulífinu. Undir þeim kringumstæðum skapast forsendur fyrir kauplækkun fremur en að laun hækki. Menn teljast heppnir ef þeir halda sjó.
Fréttir af uppsögnum fyrirtækja og minni hagnaði renna stoðum undir áróður sósíalista í verkó að hér sé allt í kalda koli.
Neikvæðni og svartsýni lamar baráttuþrek almennra launþega. Þeir sjá fram á atvinnuleysi og þá hjálpar ekki að kaupið hækki; þeir atvinnulausu eru alltaf á strípuðum bótataxta.
Byltingarorðræða sósíalista í verkó eru stærstu mistökin í seinni tíma sögu verkalýðshreyfingarinnar.
Dapurlegt á hvaða plani orðræðan er | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.