Föstudagur, 9. nóvember 2018
Götuþingmenn
Þingmenn götunnar, sem kjörnir voru af lista Samfylkingar og Pírata, leggja til að ávarpsorðin ,,háttvirtur þingmaður" og ,,hæstvirtur ráðherra" verði aflögð á alþingi.
Rökin eru þau að ávarpsorðin ,,samrýmast ekki þeirri lífsskoðun að samfélagið skuli byggt á jafnrétti." Þingmenn eru fulltrúar þjóðarinnar. Meðal þjóðarinnar eru margar lífsskoðanir og nokkuð digurt af götuþingmönnunum að láta eins og svo sé ekki.
Ávarpsorðin eru til marks um kurteisi og mannasiði sem alþingi ætti að standa vörð um.
Virðing þjóðþingsins lætur á sjá síðustu ár. Það yrði alþingi ekki til framdráttar að samþykkta tillögu götuþingmannanna.
Hætti að vera hátt- og hæstvirtir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.