Miðvikudagur, 7. nóvember 2018
SA og sósíalistar krefjast ókeypis peninga
Kapítalistarnir í Samtökum atvinnulífsins og sósíalistarnir í verkó gagnrýna vaxtahækkun Seðlabanka. Skagasósíalistinn kallar vaxtahækkunina stríðsyfirlýsingu.
SA og verkó standa frammi fyrir kjarasamningum eftir áramót. Báðir aðilar sáu fyrir sér að láta ríkissjóð annars vegar og hins vegar verðbólguna standa undir ósjálfbærum samningum.
Vaxtahækkun núna sendir óráðsíufólki í stétt atvinnurekenda og óeirðasósíalistum skýr skilaboð: það verður ekki samið á kostnað krónunnar.
Raunvextir í dag, þ.e. nafnvextir mínus verðbólga, eru rétt um 1% og mega ekki minni vera. Kapítalistar og sósíalistar lifa aftur í draumóraheimi ókeypis peninga.
Raunhagkerfið, mælt í vísitölum hlutabréfa og gjaldmiðla, tók vaxtahækkuninni vel. Hlutabréf hækkuðu og krónan styrktist.
Helsti hagspekingur sósíalista í Eflingu, Stefán Ólafsson, harmar vaxtahækkun en bætir svo við í lok gagnrýni sinnar að óvíst sé að ákvörðun Seðlabanka hafi ,,einhver" áhrif.
Af hverju eru menn að væla ef óvíst er um áhrifin af vaxtahækkun?
Ekki tímabær vaxtahækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.