Blessaða ríka fólkið

Einhverjir þurfa að taka að sér að vera ríkir. Samfélagið þarf að sjá til þess að þeir sem ekki eru ríkir hafi:

a. nóg til hnífs og skeiðar 

b. njóti sömu réttinda og þeir ríku til menntunar og heilbrigðisþjónustu

Að þessu gefnu gott mál að einhverjir séu ríkir. Ef við afnemum þá ríku, með sköttum eða aftökusveitum, verða allir fátækari.

Þannig virkar heimurinn, þótt hvorki sósíalistar né samfóistar skilji það.

Þess vegna eru bæði Logi og Gunnar Smári jaðarfígúrur. Um leið og þeir yrðu aðal breyttist Ísland í land eymdarinnar.


mbl.is Ríkustu 5% áttu 42% eigin fjár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gunnar Smári er reiður af því að honum miheppnaðist að koma sér undir væng þessara 5%. Nú sér hann hina skelfilegu og óskilgreindu "nýfrjálshyggju" i öllum skúmasotum og getur ekki einu sinni sagt nokkur orð til stuðnings SÁÁ an þess að klifa á henni og kenna henni um biðlista og ótímabær andlát fíkla. "Nýfrjálshyggjan"  hefur fyrir mikið að svara. Henni stýrir örugglega einhver skuggalegur Strangelove sem hatar litla fólkið og vil því sem verst.

Gunnar verður að muna að sofa með báða fætur undir sæng því annars er hætt við því að "Nyfrjálshyggjan" bíti hann í tærnar.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.11.2018 kl. 21:58

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Hún er ótrúleg þessi persónulega heift í garð Gunnars Smára. Hvers á hann að gjalda?  Að hafa unnið með Jóni Ásgeiri?  Er það næg ástæða fyrir náhirðina til að hata hann? Ég held ekki.  Raunverulega ástæðan er sú að Gunnar Smári er hugsuður. Maður sem þorir að setja hugmyndir í nýjan búning og prófa þær á samfélaginu. Kannski má flokka hann sem heimspeking svipaðan Andra Snæ Magnasyni. Báðir hafa ástríðu fyrir hugsjónum sínum og það er virðingarvert.  Við þurfum ekki að vera sammála en þetta níð og þessi rógur sem dynur á Gunnari Smára er ekkert nema einelti og ljótur leikur.  Skammastu þín Páll Vilhjálmsson.  Þú getur verið málefnalegri en þetta.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 4.11.2018 kl. 22:39

3 Smámynd: Emil Þór Emilsson

Logi er með það á heilanum að það sé ríkt fólk á íslandi.

Ég hinsvegar er mjög ánægður með að það er ríkt fólk á íslandi og nei ég er ekki einn þeirra.

Ef þú hefur spilað monopoly, þá skilur þú að peningar eiga til að safnast á fáar hendur og hagkerfið er uppbyggt af mörgum ólíkum slíkum kerfum, þangað til að það finnast betri lausnir á þessu þá er þetta sú besta.

Og nei, sósíalismi er ekki lausnin, hún hefur verið reynd í sovíetríkjunum og venúsúela, vinsamlegast ekki leggja það á okkuar.

Emil Þór Emilsson, 4.11.2018 kl. 23:37

4 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Nei Páll.

Mikið er heimurinn einfaldur hjá þér.

Það gengur aldrei að þeir sem eru ríkir

verði ríkari á kostnað almennings.

Þá á ég við,   eignir lands og þjóðar, séu

ekki örfárra manna eða ættar til að eignast.

Þjóðarauður er fyrir okkur öll sem á Íslandi

vilja búa. Ekki einhverja útvalda.

Því miður er staðreyndin sú, að 5% þjóðarinnar,

hefur náð með aðstoð alþingis, að sölsa undir

sig meiripart okkar auðlegðar og á sama tíma

fengið afskriftir uppá milljarða á meðan

Jón og Gunna eru borin út af sínnum heimilum.

Á sama tíma halda þeir ríku sínum eignum og

fyrirtækjum eins og ekkert hafi skeð.

Aumingja ríka fólkið...!!!

Þarf bara að fara í bankann og láta afskrifa af

því að það er svo ríkt.

Næst, til að kóróna fáránleikan hjá þeim ríku,

er að láta sauðsvartan almúgan, sem nb. gerði

Þá ríka, borða kökur vegna þess að hjá þeim

eru brauð svo dýr að kökur eru ódýrari.

Nei Emill, ég er ekki að biðja um vinstri vitleysuna

sem er búin að eyðileggja allt í Venúsuela og víðar

þar sem sósílistar hafa fengið völdin.

Ég er bara að tala um okkar land, Ísland, sem á að

vera okkar allra. En ekki fyrir fáa útvalda.

Það á ekki að þykja sjálfsagt að þeir ríkari

verði ríkari á fátækt annars manns.

Hvað þá í því landi sem Ísland er.

Svo einfallt er það.

Sigurður Kristján Hjaltested, 5.11.2018 kl. 01:32

5 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Segðu Páll. Gaman að rifja upp gömul heilræði:                                 

    • Hver er sinnar gæfu smiður.

    • Ráðdeild og sparnaður gerir oft gæfumuninn.

    • Borða grjónagraut þegar lítið er í veskinu.

    • Gott er að hugsa fram í tímann og fara vel með peninga.

    • Ekki kenna öðrum um þín eigin klúður.

    • Spyrðu ekki hvað ríkið getur gert fyrir þig, heldur hvað þú getir lagt af mörkum til samfélagsins, og hættu þessu væli yfir velgengni annarra.

    • Girtu upp um þig og njóttu lífsins. Allir eru jafnir í því sem máli skiptir. Við deyjum öll.

    • Til hvers að eyða ævinni í öfund og vesaldóm?

    Benedikt Halldórsson, 5.11.2018 kl. 01:49

    6 Smámynd: Benedikt Halldórsson

    Úr gamalli minningargrein.

    "Ég held að mér sé óhætt að fullyrða, að Jón hafi verið gæfumaður. Ekki safnaði hann þó veraldarauði, en með ráðdeild og, sparsemi var hann alltaf fremur veitandi en þiggjandi. Hann átti framúrskarandi myndarlega og elskulega konu, sem hann unni svo heitt, að hann mátti aldrei - af henni sjá. Hjónaband þeirra og heimilisbragur allur var sönn fyrirmynd, þar var gott að koma og dvelja. Bæði voru þau mjög gestrisin og höfðu yndi af að veita gestum sínum, enda margir gestir og gangandi, sem lögðu leið sína til þeirra og öllum var tekið af sömu alúðinni og rausnarskapinn, hver sem í hlut átti."

    Nú er öldin önnur. Nú er Jón ógæfumaður samkvæmt skattframtali. Hann nær ekki meðaltekjum Hagstofunnar. Hann getur ekki lagt fyrir enda undir meðalráðstöfunartekjum. Hann hefði getað sparað sér tugi þúsunda í hverjum mánuði með stöðugri gjaldmiðli og notið sambærilegra lífskjara og íbúar annars staðar á Norðurlöndunum. Jón vildi því upptöku evru með aðild að Evrópusambandinu og nýja stjórnarskrá. Jón var potturinn og pannan í búsáhaldabyltunni.

    Benedikt Halldórsson, 5.11.2018 kl. 02:39

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband