Sósíalistafélögin styðja Heiðveigu

Sósíalistafélögin í verkó styðja Heiðveigu Maríu Einarsdóttur til valda í Sjómannafélagi Íslands.

Yfirlýsing formanna Eflingar, VR, VA og Framsýnar rennir stoðum undir þann grun að Heiðveig María sé á sama róli og Sólveig Anna og Ragnar Þór; að yfirtaka verkalýðsfélag með rógburði og smölun á samfélagsmiðlum.

Miðjan, óopinbert málgagn sósíalista, er einnig í liði Heiðveigar.

Með svona vini þarf Heiðveig enga óvini.


mbl.is Fordæma brottrekstur Heiðveigar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Páll, þá er spurning hvort er minna vont, Sósíalisminn eða einræðið. Fyrir 3 - 4 áratugum var neydd upp á mig félagsaðild að Sjómannafélagi Reykjavíkur sem sameinaðist síðar inn í það félag sem hér um ræðir. Þá var Jónas nánast einráður í skjóli Guðmundar Hallvarðssonar og þá var fjarri því tekið málefnalega á hlutunum. Það kom mér fyrir sjónir þannig að meira máli skipti hvaða útgerð átti í hlut en hvers eðlis málin voru. Yfir þessu félagi virðist því miður ríkja einræðisherra. Þetta sýnir kannski svart á hvítu hve nauðsynlegt það er að fella úr lögum skylduaðild að verkalýðsfélögum (félagsgjaldið er skylda hvort sem þú ert í félagi eða ekki og þú dansar með hvort sem þér hugnast það eður ei).

Örn Gunnlaugsson, 2.11.2018 kl. 11:34

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Síðustu vendingar í verkalýðshreyfingunni, Örn, þar sem lukkuriddarar á samfélagsmiðlum yfirtaka eitt félag af öðru boða endalok verkalýðsfélaga í sinni gömlu mynd. Þegar innan við tíu prósent kjörsókn skiptir um forystu eru yfir 90 prósent félagsmanna ekki með. 

Páll Vilhjálmsson, 2.11.2018 kl. 11:44

3 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Páll, ég man ekki þá tíð að verkalýðsfélögin hafi beitt sér fyrir félagsmenn sína og þó á ég ekki nema örfá ár eftir í eftirlaunaaldur. Langflestir félagsmanna innan verkalýðsfélaga eru þar vegna lögbundinnar skylduaðildar og eru því félagar að þeim forspurðum. Menn hafa jú rétt á að standa utan félaga en hins vegar ber vinnuveitanda að draga félagsgjöld af og skila til þess félags sem viðkomandi hefði verið í væri hann í félagi, samrýmist það anda félagafrelsis? Verkalýðsfélögunum er ÖLLUM nákvæmlega sama um kjör félagsmanna meðan þau fá gjöldin. Verkalýðshreyfingin á sjálf að stórum hluta sök á því ófremdarástandi sem upp er komið nú. Hún leyfði yfirstéttinni / ráðamönnum að koma fram sínu ætlunarverki, þ.e. að hér yrði hrúgað inn þrælum frá Austantjaldslöndunum sem sætta sig við nánast hvaða kjör sem er í samkeppni við ófagmenntað (og jafnvel fagmenntað) innlent vinnuafl í þeim eina tilgangi að njóta þess ódýra vinnuframlags. Hvers vegna flytjum við ekki inn ódýra ráðuneytisstjóra, já og ráðherrabílstjóra? Þetta hófst með byggingu Kárahnjúkavirkjunar en þá var sérleyfi frá stjörnvöldum veitt til ítalsks verktakafyrirtækis sem flutti inn vinnuafl frá Kína í hundraðatali á launakjörum sem þá giltu í Kína en þá námu mánaðarlaun þessara starfsmanna rétt rúmum ISK 20.000,- Fagurgalinn um að erlendir starfsmenn skuli njóta sömu réttinda og innlendir eru orðin tóm þar sem öll eftirlitsapparöt eru handónýt. Það hefur tekist fullkomlega að brjóta niður íslenskt samfélag og nú er þeim sem mestan skaða hafa hlotið af þessu nóg boðið, og þó fyrr hefði verið. En aðeins brot af því fólki hefur náð undirtökunum í verkalýðshreyfingunni og því miður er það sá hluti sem er haldið frekar Marxiskum hugmyndum. Hinn raunsæi meðalmaður er ekki áberandi innan verkalýðsfélaga. Við megum búast við nokkurs konar Móðuharðindum á næsta ári eða hitastigi í kringum NÚLL gráður á Kelvin á vinnumarkaði. 

Örn Gunnlaugsson, 2.11.2018 kl. 13:28

4 Smámynd: Hörður Þormar

Ég man það nú ekki gjörla. Var Gunnar Smári ekki í félagi múslima á Íslandi, var hann rekinn þaðan? Ég held hann sé þar nú ekki lengur.

Sem betur fer hefur hann þó fengið að halda höfði.

Gunnari Smára er nefnilega ýmislegt gott gefið þó að hann hlaupi stundum full hratt framúr sjálfum sér.

Hörður Þormar, 2.11.2018 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband