Miðvikudagur, 31. október 2018
Ríkisrekinn einkarekstur
Svokallaður einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er nær allur greiddur af ríkinu. Enginn sérfræðilæknir stendur undir sjálfum sér án þess að ríkið borgi með sjúklingum.
Talsmaður sérfræðilækna segir:
Mér sýnist það vera stefnan að reyna af öllum mætti að leggja niður þjónustu sjálfstætt starfandi sama hversu góð, ódýr eða skilvirk hún er...
Þessi orð eru blekking. Sérfræðilæknar hafa ekki áhuga að standa á eigin fótum og afla sér tekna með sjálfstæðum rekstri án aðkomu ríkisins. Þeir vilja ríkistryggðan einkarekstur. Sem er álíka og að tala um hringlaga þríhyrning.
Fórnað á altari opinbers reksturs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vegagerðin notar verktaka í einkaeigu. Forsætisráðherra er með einkarekna hreingerningarþjónustu og heilbrigðisráðherra er með einkarekna fráfesta sem leggja peninga inn í banka hér á landi svo að hægt sé að lána þá út til þeirra sem reka öll einkareknu fyrirtækin sem þjónusta hana allan sólarhringinn við að gera sem allra minnst fyrir ofboðslega há opinber laun, sem launþegar borga, en sem annars væru betur komnir í banka, eða í einkarekinni heilbrigðisþjónustu.
Páll. Það er þjóðin sem á ríkið, en ekki öfugt. Þetta ríki hefur skuldbundið sig til að veita heilbrigðisþjónustu með því að fá að innheimta ofboðslega háa skatta til þess. En það fólk sem er á biðlistum hefur hins vegar enga heilbrigðisþjónustu. Það er búið að borga fyrir hana en fær hana ekki. Ef þetta væri svona í Ameríku þá er ég hræddur um að annað hljóð kæmi í ríkisbubba-vinstrið hér heima.
Ef þetta ríkisbákn getur ekki hunskast til að gera það sem búið er að boga því fyrir, þá á að lækka skattana sem áttu að fara í þetta, en sem of lítið fæst fyrir vegna ríkistrúarbragða.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 31.10.2018 kl. 09:14
Sammála Gunnari. Þingið setur lög um að við skulum njóta bestu læknisþjónustu sem völ er á. Besta þjónusta er loðið hugtak, en ekki fyrir þá sem eru sviknir um þjónustuna. Þeir eru einfaldlega sviknir því ríkið getur ekki og mun aldrei getað veitt öllum þá þjónustu sem það hefur lofað. Að trúa öðru er bláeyg bernska. Skiptir ekki máli hvað Svandís eða landlæknir vill eða Páll Matthíasson, læknar munu ekki snúa til baka úr sérnámi til að festast á klafa ríkiseinokunarþjónustu.
Utanspítala þjónustu sem sérfræðingar veita er líka ódýrari þegar til lengri tíma er litið, yfirbyggingin minni og styttir biðlista sem hlýtur að vera takmarkið.
Ragnhildur Kolka, 31.10.2018 kl. 14:30
Svo innilega sammála þeim sem her hafa skrifað her á undan Gunnari og Ragnhildi Kolka
rhansen, 31.10.2018 kl. 23:28
Sammála síðustu þremur ræðumönnum. Ef öll þjónusta sem ríkið kaupir eða niðurgreiðir er "ríkistryggður einkarekstur" hlýtur nú að fara um verktaka í vegagerð, tannlækna, sjúkraþjálfara og aðra þá sem selja ríkinu vöru eða þjónustu.
Þorsteinn Siglaugsson, 1.11.2018 kl. 00:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.