Laugardagur, 27. október 2018
Sigríður styrkist sem stjórnmálamaður
Í tíð síðustu ríkisstjórnar, sem sprakk eftir næturfund Bjartar framtíðar, fékk Sigríður Andersen, þáverandi og núverandi dómsmálaráðherra, það verkefni að leggja fyrir alþingi tillögu um skipan dómara í landsrétt.
Tillaga dómnefndar lá fyrir. Hún var með verulegum kynjahalla og fékk neikvæð viðbrögð frá Viðreisn og Bjartri framtíð, sem sátu í ríkisstjórn. Sigríður leiðrétti kynjahallann á listanum og tók konur fram yfir karla til að gæta jafnræðis.
Alþingi samþykkti tillögu dómsmálaráðherra en hefði verið í lófa lagið að breyta listanum.
Stjórnarandstaðan, með hjálp RÚV og fleiri fjölmiðla, reynir að gera vandaða og málefnalega vinnu dómsmálaráðherra tortryggilega. Slík gagnrýni gerir ekki annað en að styrkja Sigríði.
Segir stöðu Sigríðar óbreytta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef Bjarni segði stöðu Sigríðar breytta eftir dóminn, hvað segði hann þá um sína stöðu eftir að lögbannið á Stundina var úr gildi fallið?
Jón Páll Garðarsson, 29.10.2018 kl. 11:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.