Efling auglýsir eftir Gunnari Smára

Efling, sem sósíalistinn Sólveig Anna stýrir, auglýsir eftir „drífandi ritsnillingi með reynslu af stjórnun kynningarmála“.

Viðskiptablaðið bendir á þessa staðreynd: ,,Athygli vekur að alls engar menntunarkröfur eru gerðar til umsækjenda, sem hlýtur að teljast óvenjulegt."

Formaður Sósíalistaflokks Íslands, Gunnar Smári Egilsson, lítur á sig sem snilling, eins og kunnugt er. Hann lauk barnaskólaprófi og hélt síðan í framhaldsnám á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp, háborg mennta og vísinda á Íslandi.

Nærtækara fyrir Sólveigu Önnu hefði verið að sýna örlitla hreinskilni og skrifa: ,,við ætlum að setja Gunnar Smára foringja á launaskrá Eflingar en þurfum að henda út þessari auglýsingu til að þykjast málefnaleg."

Hreinskilni er ekki eðlislægt einkenni sósíalista.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

embarassed

Þorsteinn Siglaugsson, 25.10.2018 kl. 21:18

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Sniðugt hjá kommunum  ha ha 12 Milljarðar í sjóði við fjandsamlega yfirtöku. 

Halldór Jónsson, 25.10.2018 kl. 21:48

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Hvað kallast hvítliðar sem berja lyklaborð allan daginn? Er ekki skítt að geta ekki farið út á götur og torg og lúskrað ærlega á þessum kommúnistaskríl? Hah Halldór?Páll?  Og hvar er gamli Björn? Hvað er hann að skamma Hildi Sverris þegar erki óvinur bláu handarinnar er Gunnar Smári og handbendin hans í Eflingu og borgarstjórn Reykjavíkur! 

Maður hálf vorkennir bláu hendinni sem sér fram á að missa tökin á gamla spillta Íslandi. Nú eru margir að gramsa í skattagögnum og það verður flett ofan af aumingjunum sem ekki vilja taka þátt í rekstri samfélagsins.  Þá mun þjóðin sjá hverjir hinir raunverulegu óvinir eru.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 26.10.2018 kl. 01:09

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Vita Cuba, Viva Venezuela, Viva Islandia.

Ragnhildur Kolka, 26.10.2018 kl. 05:48

5 Smámynd: Benedikt Halldórsson

cool 

Benedikt Halldórsson, 26.10.2018 kl. 06:28

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ekki gekk ég til náms við Ísafjarðardjúp, en var framhaldskólinn á Reykjanesi eitthvað verri eða lægra settur en aðrir framhaldskólar landsins, Páll?

Ekki að ég sé að taka upp vettlinginn fyrir Gunnar Smára, þvert á móti tel ég þann mann einhvern mesta loddara landsins. Og ekki er mér að skapi þau fræði sem kennd eru við Marx og Lenín, þau fræði hafa sýnt sitt rétta eðli vítt um heiminn, nú um stundir opinberast þau í Venesúela.

Var bara að spá í, eftir lestur pistilsins, hvort þeir sem lærðu til náms í menntaskólanum á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp væru eitthvað minna menntaðir en þeir sem gengu til sama náms í öðrum skólum. Kannski er þetta rökvilla hjá mér, kannski pistlahöfundur eigi við að einungis þeir skólar sem voru í nafla alheimsins, Reykjavík, hafi verið marktækir á þessum tíma.

Gunnar Heiðarsson, 26.10.2018 kl. 08:27

7 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Var þetta ekki gagnfræðaskóli, ekki menntaskóli..

Guðmundur Böðvarsson, 26.10.2018 kl. 11:43

8 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Það var starfræktur héraðsskóli í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp. Svipað og á Núpi við Dýrafjörð. Páll er að gefa í skyn að Gunnar Smári hafi verið vandræðabarn og sendur vestur í skóla í Reykjanesi líkt og Jón Gnarr og Birgitta Jóns voru send vestur á Núp. Kannski var Gunnar erfiður og hvað með það! Margir mikilsmetnir menn rákust illa í skóla á mótunarárum. Segir meira um skólana en nemendurna

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 26.10.2018 kl. 13:01

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Skólinn á Núpi starfaði sem Lýðháskóli eftir norskri fyrirmynd (eða skandinavískri)og nemendur þreyttu Landspróf send frá RVk.innsigluð sem voru eins í öllum samskonar skólum. Víst var Eiríkur skólastjóri strangur og stoppaði alla vitleysu strax,eða bannaði alveg. Vest þótti okkur að missa af dansleikjahaldi eftir að upp komst að við slökktum oll ljósin í salnum bara smá tíma í rómó lögum.Það var þrumað yfir okkur - siðlausum skrílnum- En "vandræðabörnin" að sunnan voru þau allra skemmtilegustu fannst mér og þar var Guðbergur Bergsson (Beggi) fremstur. 

Helga Kristjánsdóttir, 27.10.2018 kl. 07:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband