Miðvikudagur, 24. október 2018
Sósíalistar réttu Gylfa bikar af eitri
Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ kveður embættið með orðum Forn-Grikkjans Sókratesar: Nú skiljast leiðir en hvor fer betri för er öllum hulið nema guðunum.
Sókrates var dæmdur til að drekka eiturbikar fyrir hálfu þriðja árþúsundi fyrir að hafa rangar skoðanir.
Síðustu orð hans voru samkvæmt Platón lærisveini hans: við eigum skuld að gjalda.
Allt er breytingum háð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Svo er líka um breytni!
Helga Kristjánsdóttir, 24.10.2018 kl. 18:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.