Vegurinn, sannleikurinn og nýja verkó

Sósíalistarnir sem yfirtaka verkalýðshreyfinguna eru sértrúarsöfnuður með einn sannleika. Orðfærið er beint upp úr byltingarbókmenntum 19. aldar: 

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formaður Efl­ing­ar, hjól­ar í Hörð Ægis­son, rit­stjóra Markaðar­ins, í pistli sem hún birt­ir á Face­book nú í kvöld, en þar seg­ir hún leiðara Harðar í Frétta­blaðinu á föstu­dag­inn lýsa „sturlaðri“ stemmn­ingu í „her­búðum óvina vinn­andi stétta“. Seg­ir hún að í pistli sín­um hafi Hörður reynt að kúga vinn­andi fólk til hlýðni „með sjúkri og viðbjóðslegri orðræðu“ þar sem til­gang­ur­inn sé að „skelfa fólk til hlýðni“.

Sértrúasöfnuður sósíalista vill gera verkalýðshreyfinguna að framfærslufélagi. Launþegar eiga ekkert sameiginlegt með nýju verkó.


mbl.is „Breytingar keyrðar áfram af mannvonsku“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Marxistar geta ekki lært af reynslunni og vilja því ekki afskrifa októberbyltinguna 1917 alveg strax. En hvar er betra en að prufa aðra byltingu verkammanna en einmitt í Eflingu?

Formaður Eflingar um nafnið Fallöxina á Youtube. "Yfirleitt er ég mjög blóðþyrst og rosalega æst enn allt í einu varð ég varkár, sá fyrir álitsgjafa fordæma okkur...

Framkvæmdastjóri Eflingar. "Mér finnst fallöxin vísa í hefð vestræns lýðræðis og upplýsingarinnar...franska byltingin, upphaf góðra vestrænna gilda. Franska byltingin hefði aldrei gerst án fallaxarinnar.

Formaður Eflingar. "Þetta er satt".

En er ekki betra að Eflingarfélagar gefi blóð af fúsum og frjálsum vilja? Blóðbankinn er að Snorrabraut 60.

https://www.youtube.com/watch?v=kTuwCrk2q1E&t=2s

Benedikt Halldórsson, 22.10.2018 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband