RÚV: Darwin hafði rangt fyrir sér

Þróunarkenning Darwin liggur til grundvallar skilningi okkar á þróun lífs á jörðinni. Án kenningarinnar verður óskiljanlegt hvernig eitt lífsform leysti annað af hólmi í jarðsögunni sem telur um 4,5 milljarða ára.

Í upplýstri umræðu er þróunarkenningin tekin sem gefin. RÚV stimplar sig úr upplýstri umræðu þegar stofnunin gengur að því vísu að kynin séu fleiri en tvö. Fyrirsögnin ,,Breyta skilgreiningu á kynjum" er á frétt um að bandarísk heilbrigðisyfirvöld staðfesti að kynin séu aðeins tvö.

Í meðförum RÚV eru þau hversdagssannindi, að kynin séu aðeins tvö, gerð tortryggileg. Og auðvitað er það Trump að kenna.

Þegar RÚV er á annað borð komið út í móa í vitsmunalegri umræðu mætti kannski rukka stofnunina um hve kynin eru mörg. Og í leiðinni spyrja hvaða rétttrúnaðarlíffræði er stunduð á Efstaleiti núna þegar Darwin hefur verið úthýst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér er einfaldlega verið að bregðast við endalausu rugli þar sem stúdentar reyna að gera sjálfa sig spes með heimagerðum kynfornöfnum. Allir vilja jú vera miskildur minnihluti sem á inni stuðning og vorkun ríkisins og sér klósett. Allir að sjálfsögðu fórnarlömb og einstakir að eigin vali.

Hér eru örfá þessara kynja sem litið hafa dagsins ljós.

Gender fluid, Intersexual, Asexual, Cisgender, Pansexual, agender, androsexual, androgyny, bigender, cissexism , crossdresser, demisexual, genderqueer, gynesexual, metrosexual , polyamory, skoliosexual, third gender, Abimegender, Absorgender, Adamasgender, Aesthetgender, Aethergender, Affectugender, Alexigender, Aliusgender, Ambonec, Amaregender, Amicagender, Aptugender, Apollogender, Archaigender, Aporagender, Astergender, Atmosgender, Axigender, Autogender, Bigender, Bigenderfluid, Biogender, Blizzgender, Cadogender, Caedogender, Caprigender, Cryptogender, Xumgender, Xenogender, Voidfluid, Virgender, Venngender, Veloxigender, Tenuigender, Sychnogender, Stratogender, Quoigender, Quivergender, Preterbinary, Perospike, Pendogender, Omnigay, Nullgender, Novigender, Nobifluid, Nesciogender, Mutaregender .. 

Jón Steinar Ragnarsson, 22.10.2018 kl. 07:50

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þróunarkenningin er rétt að því leiti að allt líf þróast eitthvað smávegis eins og þynd, hæð, styrkleiki, gáfur og hegðun

en það var ekki þannig að maðurinn sem tegund

MEÐ SÍN FULLKOMNU SKILNINGARVIT

hafi þróast út frá öpum hér á jörðu bara fyrir röð tilviljanakenndra stökkbreytinga og náttúruúrvals.

Allt líf hér á jörðu var flutt hingað frá öðrum plántum

utan úr geimnum fullmótað:

https://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/category/549/

Jón Þórhallsson, 22.10.2018 kl. 09:19

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Mér skildist að vísu í viðtali við líffræðing fyrir 20 árum að til væru tegundir í náttúrunni sem eru þriggja kynja. Ekki fylgir sögunni um líffræðilega verkaskiptingu eða mismun frá náttúrunnar hendi eða hvort hormónarnir eru af þremur gerðum. 

Vitað er raunar að til eru asnar og múlasnar, en varla verður hægt að álasa RUV fyrir það að viðurkenna tilvist múlasna. 

Og hæpið er að segja að viðurkenning á tilvist og sérstöðu transfólks hvað snerti mannréttindi felii í sér afneitun á lögmáli Darwins.  

Ómar Ragnarsson, 22.10.2018 kl. 14:59

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég þekkti rauðhærða stúlku sem var búin að lita hár sitt svo lengi ljóst að hún hélt hún væri ljóska. Þýddi ekkert að minna hana á hvernig hún var í upphafi.

Ragnhildur Kolka, 23.10.2018 kl. 12:49

5 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

 Þau eru 63..https://apath.org/63-genders/

Guðmundur Böðvarsson, 23.10.2018 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband