Kennarinn og hatursorðræðan

Kennari við Háskólann í Reykjavík var rekinn fyrir ótilhlýðileg ummæli sem hann lét falla um konur á lokaðri spjallrás. Rektor HR telur ummælin vitnisburð um ,,mismunun og hatur".

Til stendur að endurskoða lög um ærumeiðingar og hatursorðræðu. Eiríkur Jónsson lagaprófessor segir um þá vinnu:

Ríkið hef­ur nokkuð svig­rúm hversu langt er gengið í að tak­marka for­dóma­full­ar skoðanir. Ég held að það sé mik­il­væg­ara að við ein­beit­um okk­ur að eig­in­leg­um hat­ursáróðri, sem sann­ar­lega er til staðar, en séum ekki að virkja lög­reglu og sak­sókn­ara til að elta ein­hver ein­stök um­mæli þar sem menn í reiðik­asti yfir frétt setja eitt­hvað á sam­fé­lags­miðla en ekk­ert annað er í því. Menn eru þá ekki að taka þátt í skipu­legri hat­ursorðræðu eða slíku.

Samfélagsmiðlar eru reglulega notaðir í óformlegt spjall um heima og geima þar sem ýmislegt er látið flakka. Hjárænulegt er að eltast við slíkar athugasemdir, eins og Eiríkur bendir á. 

Háskólinn í Reykjavík hljóp á sig þegar kennarinn var rekinn. 


mbl.is Vilja rýmka tjáningarfrelsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Margt ágætt kemur frá Ameríku en að flytja inn hysteríu amerískra stúdenta finnst mér alger óþarfi. Vonandi tekst Joni Steinari að herja  út almennilegar bætur fyrir Kristinn. Rektor HR þarf að læra lexíu.

Ragnhildur Kolka, 17.10.2018 kl. 07:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband